Hrafnkell Reyr
Hér erum við í hófi hjá bæjarstjóranum. Ekki amalegt. Eins og sjá má er minn maður kátur og hress með alla þessa athygli. Annars er þetta frekar vindasamur dagur í dag. Og við ætlum að taka þennan dag rólegan. Tilraunaeldhús Helgu heppnaðist vel í gærkvöldi. Hún eldaði kjúkling með svaka góðu salati og hrísgrjónum. Mjög fínt hjá henni. Þetta svokallaða "tilraunaeldhús" er skemmtileg hugmynd, markmiðið er að elda eitthvað sem við höfum aldrei prófað áður og skiptumst við á. Röðin er komin að Júlíu að kasta einhverju fram við tækifæri og eru þessi kvöld höfð þegar viðkomandi kokkur er í stuði. En allavega, svosem lítið að frétta, ætli ég reyni ekki að henda einhverju ofaní kassa á eftir.
Þangað til next time
Ljón ennþá í skýjunum yfir rauðri límósín
2 Comments:
Bara að sjá hvernig þetta dæmi virkar
Jamm.. þetta er svö síða sko ;):D
Tilrauneldhúsið mitt var alveg geeðveikt gott.. og gangi þér vel Júlía mín að toppa það ;)
síja .. :D
Skrifa ummæli
<< Home