Back in buisness
Jæja gott fólk, þá er maður mættur á Selfoss. Bara ansi fínt verð ég að segja. Og eftir slagsmál við bilaðar rafmagnsinnstungur og ótengda loftnetsinnstungu ætlar þetta allt að smella. Helga er byrjuð að vinna í unglingavinnunni og Júlía komin í fótboltaskóla og sumarlestur í safninu þannig að allir una glaðir við sitt - svona að mestu :) Það hefur rignt stanslaust síðan að við fluttum "mublurnar" eins og pabbi minn tekur til orða. Hjá honum eru öll húsgögn mublur, hvort sem þær eru nýjar eða eldgamlar og nánast dottnar í sundur. Hjónarúmið fór út um svefnhergisglugggann sem og nánast allt á efri hæðinni. Og á meðan þeir drösluðu þessu út um gluggann á efri hæðinni þá stoppaði rúta við varnargarðinn full að þýskum ellilífeyrisþegum sem horfðu á þetta í forundran og tóku myndir í gríð og erg. En þetta gekk allt saman á endanum, píanoið komst upp stigann í Smáratúnið sem og orgelið, sem reyndar þarf sennilega að leggja aftur í hann niður stigann og upp til mömmu á þriðju hæð en þar er nú lyfta sem betur fer.
En nóg um flutninga. Við nefnilega tókum okkur frí frá þeim og skelltum okkur á tónleika. Já Bubbi kallinn er flottur fimmtugur. Alveg hreint ógleymanleg upplifun og ótrúlegt að kallinn skuli geta fyllt höllina ekki bara einu sinni heldur tvisvar á sex ára tímabili. Þessir tónleikar slógu samt ekki út Utangarðsmenn en fóru langt með það samt. Og svo er að skella sér á Rogerinn í næstu viku.
En það er víst komin tími til verka,
Until next time
Ljón í Smára
En nóg um flutninga. Við nefnilega tókum okkur frí frá þeim og skelltum okkur á tónleika. Já Bubbi kallinn er flottur fimmtugur. Alveg hreint ógleymanleg upplifun og ótrúlegt að kallinn skuli geta fyllt höllina ekki bara einu sinni heldur tvisvar á sex ára tímabili. Þessir tónleikar slógu samt ekki út Utangarðsmenn en fóru langt með það samt. Og svo er að skella sér á Rogerinn í næstu viku.
En það er víst komin tími til verka,
Until next time
Ljón í Smára
1 Comments:
til lukku með flutningin, vona að smáratúnið verði gott, já ef ekki bara betra en síðast..........
knuz og kram og lidt hygge os...
Skrifa ummæli
<< Home