föstudagur, júní 16, 2006

Föstudagur til fjár....

...... og best að setjast aðeins og krota soldið. Hef ekki verið mjög dugleg, rembist við að skila þessu fjandans húsi og vorkenni sjálfri mér eins og að ég sé eina konan sem hafi flutt og þurft að skila af sér húskofa. En nóg um það.

Rogerinn klikkaði náttúrulega ekki. Alveg magnað að sjá hann og tilfinningin eins og maður hafi dottið inn í tónlistar-mannkynssöguna við að sjá hann flytja þessi lög. Svo er hann ekki eins ljótur eins og "sumir" wannabe töffarar segja ( eiginlega bara einn wannabe töffari), hann minnti mig soldið á Richard Gere. En aldeilis ógleymanlegir tónleikar. Þeim fer fjölgandi idolunum sem við Bjössi höfum fengið að sjá saman. Við byrjuðum á Utangarðsmönnum og svo komu kappar eins og Robert Plant, James Brown og Joachim Cortés. Svo fór ég EIN að sjá Lou Reed en eins og mér hefur verið tíðrætt um vildi hann Björn frekar fara að veiða. Sitt sýnist nú hverjum um það! Síðan misstum við af Nick Cave og Iggy Pop, að ógleymdum sjálfum Bowie. En við bíðum spennt eftir að sjá hver verður næstur í röðinni.

Katrín er komin í sumarfrí á leikskólanum, nú er engin miskunn hjá Magnúsi, á lappir kl átta og ekkert röfl. Kúrimorgnarnir okkar Krumma eru liðin tíð í bili. Helga mín er byrjuð að vinna og er komin með svona mæðu-verkamanna svip. Komin á lágmarkslaun þessi elska og er í hálfgerðu sjokki yfir hvað hún fær lítið fyrir kaupið sitt. En þá er bara að redda sér aukadjobbi.

En þetta er orðið ágætt í bili, er hálf andlaus í rigningunni.


Ljón í stuði með Guði.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home