föstudagur, október 10, 2008

allt á floti allstaðar.....

..... ...... og allt á hausnum.
Ég er búin að kaupa nánast allar jólagjafir og eins og svo oft áður var sú fyrsta sem ég keypti handa honum Elmari Jóel, ég held að hann hafi verið fyrstur í röðinni í jólagjafakaupunum síðustu þrjú ár. Skrýtið!
Og um síðustu helgi fór yfirvaldið í Búðina og keypti allt það matarkyns sem hægt er að kaupa fyrir jólin, kjötið komið í kistuna og nammið uppí skáp, öl og bakstursvörur, allt komið á sinn stað í hillurnar heima og ég veit ekki hvað.
Ég held að nú þurfi þjóðin að fara að forgangsraða útgjöldunum og við familian erum engin undantekning á því, sjónvarpsáskriftir verða fyrstar til að fjúka, seglin verða dregin saman hagsýnin látin ráða.
Og eiginlega líður mér bara vel með þá ákvörðun, það er búið að vera svo mikið stjórnleysi og agaleysi í fjármálum íslendinga og það er alltaf sama sagan, það þarf eitthvað stórkostlegt að gerast til þess að málin séu tekin föstum tökum. Til að mynda vegaframkvæmdir, það þarf yfirleitt nokkur dauðaslys til þess að tiltekinn vegur sé tekinn til endurskoðunnar. Og þetta er eins í fjármálunum, verst er að almenningur sýpur seiðið af vitleysunni en miljarðamæringarnir eru búnir að koma auðæfunum sínum, sem þeir “stálu” úr þjóðarbúinu, í öruggt skjól.
En ég á engar milljónir.... og þó. Við Bjössi eigum viðbótarlífeyrissparnað og hann er tryggur, verðtryggður með lágmarksáhættu ef þá nokkurri. Það er eldra fólkið sem tapar, fólk sem er búið að nurla saman með mikilli vinnu einhverjum sjóð sem einhver hvítflibbinn ráðstafaði í hina og þessa hlutabréfasjóði. Og svo unga fólkið sem er að byrja að búa og tók húsnæðislán í erlendri mynt vegna þess að það var svo ægilega hagstætt..... þá.

En það er svosem enginn kreppuhugur í mér, mér áskotnaðist hálfs árs kort í ræktina sem ég ætla að nýta mér til fulls, verð orðin hrikalega flott næsta sumar. Er búin að fara í fyrsta tímann og líst vel á þetta.
Heiðar minn tók mataræðið í gegn hjá mér þannig að það sé samræmi í hreyfingu og mataræði, ég fékk hálfgert sjokk þegar ég sá hvað ég hef verið að borða vitlaust.
Síðan er ég farin að læra á píanó og fiðlu þannig að það er nóg að gera!

Heiða, ef þú lest þetta, viltu senda mér ný símanúmer á mail !
Really need to talk to you honeybeib!
Að lokum, það skín sól eftir þennan dag og það sem ekki bugar mann gerir mann sterkari, hugsum hvert um annað og hugum að börnunum, það er þau sem verst fara útúr allri þessarri umfjöllun, þau skilja ekki fréttirnar og fá allskyns ranghugmyndir. Í gær t.d. kom ein í 3. bekk til mín og sagði að á Íslandi yrði enginn matur til á næstu jólum!
Over and out Roger

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hæ esskan, numerid mitt er 29617816 svona thar til heimasiminn er kominn i gagnid
kossar Heidagella

5:56 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home