Nú er mér allri lokið....
... Jamm, Castro er hættur, búinn að segja af sér, opinberlega a.m.k. Og þá byrjar söngurinn um að nú fái eyjaskeggjar að njóta þeirra mannréttinda sem sjálfsögð séu, t.d. að kjósa og soleiðis.
Fáeinar staðreyndir, ekki mín persónulega skoðun heldur STAÐREYNDIR!
Fólkið á Kúbu hefur ekki fengið að kjósa en....
... læknisþjónusta er ókeypis öllum
....tannlæknaþjónusta er líka ókeypis öllum
....ef þú átt ekki pening fyrir nauðsynjum eins og mat og fötum, færðu uppáskrift hjá ríkinu og færð mat og föt og þú þarft EKKI að sýna skattaskýrslu þrjú ár aftur í tímann og eitthvað skriffinnsku kjaftæði
....það búa allir í húsum og heimilislausir einstaklingar finnast ekki á Kúbu
....það er skólaskylda þannig að ólæsi þekkist ekki nema hjá eldra fólki sem var á skólaaldri ÁÐUR en Castro komst til valda, sem sagt á meðan Kaninn réði lögum og lofum á eyjunni, byggði lúxusvillur undir ríka ameríkana og setti eyjaskeggja út á guð og gaddinn. þegar Castro kallinn komst til valda þjóðnýtti hann þessar villur undir leikskóla, sjúkrahús, elliheimili og sá til þess að almenningur gæti á einhvern hátt notið þeirra.
Nú eru einhverjir sem segja að Castro hafi hamstrað fjármagn og sé orðinn miljarðamæringur á að skammta sér fé úr opinberum sjóðum. Hvað með forstjórana hérna heima? Hverjir borga öll launin og hverjir ákveða þau? Við, almenningur, erum látin borga en höfum ekkert um það að segja hversu mikið þessir menn hafa í laun, bankastjórar Kaupþings og Glitni o.s.frv. Samt höfum við jú kosningarétt, gleymum því ekki ha!
Það er sagt að kúbverskur almenningur komist ekki úr landi en það er ekki allskostar rétt, þeir mega svosem alveg fara en landið sem liggur þeim næst, ameríka, tekur ekki við kúbverjum og ameríkönum er bannað heima fyrir að heimsækja þessa eyju því þá lenda þeir í veseni þegar heim er komið. Þegar ég var á Kúbu hitti ég fullt af ameríkönum sem komust á eyjuna eftir krókaleiðum, sem sé í gegnum Kanada og hvergi mátti vera kúbanskur stimpill í vegabréfunum þeirra "svo það yrði nú ekki farið að spyrja óþægilegra spurninga þegar heim væri komið".
Við á Íslandi fáum að kjósa. Og ég ætla ekki að gera lítið úr þeim mannréttindum. En erum við ekki komin soldið langt frá upprunanum og ástæðum þess að fólk á að fá að kjósa sér leiðtoga? Er það eðlilegt að fólk sem kosið er til valda af almenningi geti svo hagað sér eins og því sýnist? Og sagt það sem því sýnist? Og hvað sem það kostar? Og við eigum að kenna sjálfum okkur um, því að við KUSUM þetta fólk. Þarf ég að taka dæmi? Jú Reykjavík.is, borgarbúar þurfa að punga út um hver mánaðarmót þrennum borgarstjóralaunum og vitleysan ætlar aldrei að taka enda. Þetta urðum við líka að gera hér í Árborg. Þetta er semsagt lýðræðið. Landið er að lenda í eigu fárra einstaklinga sem senda auðinn erlendis. Castro sá þó allavega til þess að fyrirtæki og stofnanir væru ríkiseign og ekki framseljanleg. Í hverju fólst kosturinn við að einkavæða bankanna hér á Íslandi? Man það einhver? Hafa þjónustugjöldin lækkað? Yeah right!!
Hættum að krítisera Castro og hans stefnu. Ég fór til Kúbu fyrir 10 árum síðan, ógleymanleg ferð. Ég kúplaði mig út úr túristaumhverfinu og keyrði upp í sveit og talaði við fólk, gamalt og ungt. Og vitið hvað? Það fólk var sátt. Sátt við aðstöðu sína og stjórnskipulag og ekki reyna að koma með þau rök að fólkið sé hrætt við að tjá sig. Fólkið var einfaldlega bara mjög ósköp sátt við sitt. Þekkir einhver einhvern sem er sáttur við þá stjórn (eða óstjórn) sem við búum við hér á Íslandi??
Ég vona svo innilega að Kúba fái að vera í friði. Um leið og hinn vestræni heimur ætlar sér að fara að skipta sér af þá er voðinn vís. Sjáiði bara hvernig fór fyrir Austur-Þýskalandi þegar múrinn féll og einnig fyrir fyrrum Sovétríkjunum þegar þau liðuðust í sundur.
Ætli það sé ekki bara við hæfi að enda þetta á ....................................
ÍSLAND ÚR NATÓ!
Fáeinar staðreyndir, ekki mín persónulega skoðun heldur STAÐREYNDIR!
Fólkið á Kúbu hefur ekki fengið að kjósa en....
... læknisþjónusta er ókeypis öllum
....tannlæknaþjónusta er líka ókeypis öllum
....ef þú átt ekki pening fyrir nauðsynjum eins og mat og fötum, færðu uppáskrift hjá ríkinu og færð mat og föt og þú þarft EKKI að sýna skattaskýrslu þrjú ár aftur í tímann og eitthvað skriffinnsku kjaftæði
....það búa allir í húsum og heimilislausir einstaklingar finnast ekki á Kúbu
....það er skólaskylda þannig að ólæsi þekkist ekki nema hjá eldra fólki sem var á skólaaldri ÁÐUR en Castro komst til valda, sem sagt á meðan Kaninn réði lögum og lofum á eyjunni, byggði lúxusvillur undir ríka ameríkana og setti eyjaskeggja út á guð og gaddinn. þegar Castro kallinn komst til valda þjóðnýtti hann þessar villur undir leikskóla, sjúkrahús, elliheimili og sá til þess að almenningur gæti á einhvern hátt notið þeirra.
Nú eru einhverjir sem segja að Castro hafi hamstrað fjármagn og sé orðinn miljarðamæringur á að skammta sér fé úr opinberum sjóðum. Hvað með forstjórana hérna heima? Hverjir borga öll launin og hverjir ákveða þau? Við, almenningur, erum látin borga en höfum ekkert um það að segja hversu mikið þessir menn hafa í laun, bankastjórar Kaupþings og Glitni o.s.frv. Samt höfum við jú kosningarétt, gleymum því ekki ha!
Það er sagt að kúbverskur almenningur komist ekki úr landi en það er ekki allskostar rétt, þeir mega svosem alveg fara en landið sem liggur þeim næst, ameríka, tekur ekki við kúbverjum og ameríkönum er bannað heima fyrir að heimsækja þessa eyju því þá lenda þeir í veseni þegar heim er komið. Þegar ég var á Kúbu hitti ég fullt af ameríkönum sem komust á eyjuna eftir krókaleiðum, sem sé í gegnum Kanada og hvergi mátti vera kúbanskur stimpill í vegabréfunum þeirra "svo það yrði nú ekki farið að spyrja óþægilegra spurninga þegar heim væri komið".
Við á Íslandi fáum að kjósa. Og ég ætla ekki að gera lítið úr þeim mannréttindum. En erum við ekki komin soldið langt frá upprunanum og ástæðum þess að fólk á að fá að kjósa sér leiðtoga? Er það eðlilegt að fólk sem kosið er til valda af almenningi geti svo hagað sér eins og því sýnist? Og sagt það sem því sýnist? Og hvað sem það kostar? Og við eigum að kenna sjálfum okkur um, því að við KUSUM þetta fólk. Þarf ég að taka dæmi? Jú Reykjavík.is, borgarbúar þurfa að punga út um hver mánaðarmót þrennum borgarstjóralaunum og vitleysan ætlar aldrei að taka enda. Þetta urðum við líka að gera hér í Árborg. Þetta er semsagt lýðræðið. Landið er að lenda í eigu fárra einstaklinga sem senda auðinn erlendis. Castro sá þó allavega til þess að fyrirtæki og stofnanir væru ríkiseign og ekki framseljanleg. Í hverju fólst kosturinn við að einkavæða bankanna hér á Íslandi? Man það einhver? Hafa þjónustugjöldin lækkað? Yeah right!!
Hættum að krítisera Castro og hans stefnu. Ég fór til Kúbu fyrir 10 árum síðan, ógleymanleg ferð. Ég kúplaði mig út úr túristaumhverfinu og keyrði upp í sveit og talaði við fólk, gamalt og ungt. Og vitið hvað? Það fólk var sátt. Sátt við aðstöðu sína og stjórnskipulag og ekki reyna að koma með þau rök að fólkið sé hrætt við að tjá sig. Fólkið var einfaldlega bara mjög ósköp sátt við sitt. Þekkir einhver einhvern sem er sáttur við þá stjórn (eða óstjórn) sem við búum við hér á Íslandi??
Ég vona svo innilega að Kúba fái að vera í friði. Um leið og hinn vestræni heimur ætlar sér að fara að skipta sér af þá er voðinn vís. Sjáiði bara hvernig fór fyrir Austur-Þýskalandi þegar múrinn féll og einnig fyrir fyrrum Sovétríkjunum þegar þau liðuðust í sundur.
Ætli það sé ekki bara við hæfi að enda þetta á ....................................
ÍSLAND ÚR NATÓ!
1 Comments:
Já það klikkar ekki hjá þér Lilja mín alltaf svo skemmtilega djúp og skellegg. Ég verða að segja það sama og þú ég held að Castro hafi verið það besta sem að gat fyrir kúbu komið.
Hvað íbúðir í Reykjavík varðar er ég hræddur um að það fáist ekki einu sinni bílskúr fyrir 2. millur en ég afalal mér allri ábyrgð á húsnæðisverði hér í höfuðborginni svo að þeir verða að skamma einhvern annan en mig.....
Kveðja
Skúli Þór
Skrifa ummæli
<< Home