í dag skein sól
Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta
Ég veit ekki hvort ég á gera eitthvað eða láta sem mér komi þetta ekki við
Ég veit ekki hvað þetta “eitthvað” er, sem ég ætti að gera
Í raun veit ég ekki hvað þetta þýðir allt saman.
En kannski skiptir það ekki máli þegar á botninn er hvolft.
Ég er hér og geri það besta sem í stöðunni er fyrir mig, í dag.
Atvinnuleysið er ekki það versta
Ég hef prófað það
Ég hef verið ólétt, atvinnulaus með atvinnulausan eiginmann í kjallarholu á Grettisgötunni.
Búin að prófa það
Hugarfarið er verst
Og það er hugarfarið sem stuðar börnin mest
Þess vegna passa ég upp á hugarfarið mitt
Ég verð atvinnulaus í vor
Bjössi verður atvinnulaus í desember
Kannski missum við húsið okkar
Og hvað?
Ég er enn ég
Hann er enn hann, alltaf flottur:)
Við getum ennþá hlegið
Og dansað
Einhvers staðar verðum við
og eigum vini sem gleðja
Og staðreyndin er sú að þegar á brattann er að sækja þá er betra að klifra brosandi en grátandi
Hvað ætla ég að gera ef allt fer á versta veg?
Gera eins og alkarnir
Taka einn dag í einu
Hafa hlutina einfalda
Og tilbiðja Guð.
Ég missi peninga, það veit ég
Hvað hefði ég annars gert við þessa peninga?
Keypt mér gleði og hamingju sem ég á þó nóg af.
Og þá kem ég aftur að því
Á ég að hlæja eða gráta?
Í morgunblaðinu í gær var grein eftir Einar Má, ég fann hana á netinu og mæli með að ALLIR lesi þetta og helst upphátt! Betri og skemmtilegri grein hef ég hreinlega ekki lesið:)
Set link á þetta og vona að höfundur blogsins fyrirgefi mér sem og Einar sjálfur:)
http://omarr.blog.is/blog/omar/entry/690372/
Ég veit ekki hvort ég á gera eitthvað eða láta sem mér komi þetta ekki við
Ég veit ekki hvað þetta “eitthvað” er, sem ég ætti að gera
Í raun veit ég ekki hvað þetta þýðir allt saman.
En kannski skiptir það ekki máli þegar á botninn er hvolft.
Ég er hér og geri það besta sem í stöðunni er fyrir mig, í dag.
Atvinnuleysið er ekki það versta
Ég hef prófað það
Ég hef verið ólétt, atvinnulaus með atvinnulausan eiginmann í kjallarholu á Grettisgötunni.
Búin að prófa það
Hugarfarið er verst
Og það er hugarfarið sem stuðar börnin mest
Þess vegna passa ég upp á hugarfarið mitt
Ég verð atvinnulaus í vor
Bjössi verður atvinnulaus í desember
Kannski missum við húsið okkar
Og hvað?
Ég er enn ég
Hann er enn hann, alltaf flottur:)
Við getum ennþá hlegið
Og dansað
Einhvers staðar verðum við
og eigum vini sem gleðja
Og staðreyndin er sú að þegar á brattann er að sækja þá er betra að klifra brosandi en grátandi
Hvað ætla ég að gera ef allt fer á versta veg?
Gera eins og alkarnir
Taka einn dag í einu
Hafa hlutina einfalda
Og tilbiðja Guð.
Ég missi peninga, það veit ég
Hvað hefði ég annars gert við þessa peninga?
Keypt mér gleði og hamingju sem ég á þó nóg af.
Og þá kem ég aftur að því
Á ég að hlæja eða gráta?
Í morgunblaðinu í gær var grein eftir Einar Má, ég fann hana á netinu og mæli með að ALLIR lesi þetta og helst upphátt! Betri og skemmtilegri grein hef ég hreinlega ekki lesið:)
Set link á þetta og vona að höfundur blogsins fyrirgefi mér sem og Einar sjálfur:)
http://omarr.blog.is/blog/omar/entry/690372/
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home