Ligg með tærnar upp í loft.....
.... upp í sófa með íðilfagra Spánverja á skjánum fyrir framan mig. Búin að hesthúsa einum banana og svo var hann "sonur" minn svo elskulegur að færa mér Fanta í glas. Þetta er nefnilega lífið! Hrafnkell minn sefur og allir aðrir í sundi nema við Almar sem horfum á fótbolta með misjöfnum áhuga þó. Annars er allt gott að frétta. Sólin skín í heiði og ég nenni ekki að þrífa Búðarstíginn þannig að ég ligg bara í leti. En þar sem ég hef ekki skrifað lengi þá kemur hér þá smá skýrsla.
Bjössi, Júlía og Almar fóru í veiðivötn í síðustu viku. Þau komust í hann krappann, frömdu morð á nokkrum fisktítlum, villtust en skemmtu sér samt konunglega og ætla aftur að ári. Á meðan kúrðum við Helga í vellystingum með litlu krílin, fórum í matarboð, þar sem voru þar að auki saumaðar eitt stykki trúðabuxur og góndum á vídeo. Hún Helga er nefnilega meðlimur í götuleikhúsi þar sem hún leikur trúð í grændoppóttum buxum með axlabönd. Þetta er leikhópur, skipaður meðlimum í áttunda bekk og þau fara um allan bæ að skemmta börnum og öðrum. Þetta kemur í staðinn fyrir unglingavinnuna og fær hún kaup í samræmi við það. Katrín er byrjuð í sumarfríi á leikskólanum og fer núna eftir hádegi á róló hjá Veigu frænku. Hún Veiga frænka er búin að vinna á róló síðan elstu menn muna og allar mínar stelpur hafa nú verið hjá henni.
1 Comments:
ja hérna hér bara farinn að blogga aftur.spánn verður heimsmeistari. Þetta með Lou Reed er orðið þreytt. love u Björnin Emil
Skrifa ummæli
<< Home