miðvikudagur, maí 23, 2007

Bráðum kemur betri tíð með blóm í Heimahaga....

.... sæta langa sumardaga!
Jæja þá, er búin að gera allt í dag sem hægt er að hugsa sér.
Heimahagi 4 er málið
Viðlagasjóðshús með öllu
Komið tilbúið kauptilboð
Flytjum 1. ágúst
Bjössi ætlar að meika það á föstudaginn
Er annars bara í nokkuð góðum gír
Er að fara að pakka niður
enn og aftur
líst hins vegar ekkert á Baugsstjórnina
Ætla í bíó um helgina
skilst á Hermundi að ég sé orðin gömul með blöðrusig og tilheyrandi gleymsku
Hermundur er ekki vinur minn í dag..... og þó jú kannski
Ætla að halda sjómannadagsball
Var komin í viðeigandi kjól og ætlaði til sýsló að sækja um skemmtanaleyfi
Þurfti þess ekki þökk sé Björgunarsveitinni á Eyrarbakka
Finn ekki ritsafn Guðrúnar Lárusdóttur sem ég tók á bókasafninu
Þið látið mig vita ef þið sjáið það á förnum vegi

þangað til næst

Ljón bráðum heima hjá sér í haga...

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hálfur-heill það er það sem drífur mig áfram á föstud. Til hamingju með Heimahaga 4 hvað skyldum við eignast mörg börn þar hehehe. Takk fyrir frábæran dag hann kemst í gleðibókina. Mundu svo yfirlýsinguna þína um að fara út í pólitík, en hvaða flokkur verður fyrir valinu.

12:39 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home