föstudagur, maí 18, 2007

Hvert ertu farinn, gamli rauði Þjóðvilji,,,,frh....

Sótti um vinnu á Litla-Hrauni, veit ekki enn hvernig það fer, er ekki voða bjartsýn og kannski á ég bara að finna eitthvað annað. Sjómennskan hefur alltaf heillað og sona. En ég þarf laun því ég þarf hús því okkur verður hent útúr köngulóarmartröðinni í sumar. Þess vegna þarf ég vinnu og það strax!
Á ég að fara að tala um kosningaskrípaleikinn? Á ég að koma inn á það að íhaldið bætti við sig í mínu kjördæmi með snobbhund sem ekki stígur í vitið í fyrsta sæti, dæmdan kriminal í öðru sæti og latasta þingmann alþingis í því þriðja, mann sem nánast aldrei fór í pontu á síðasta kjörtímabili og kom engum málum í gegnum þingið? Og þetta kaus fólk! Íhaldsdrauginn sem nógu lengi hefur setið að kjötkötlunum og kjamsar enn. Æ ég veit ekki.
Fór á tónleika í dag með foreldrum mínum sem ég er farin að hallast að, að séu þeir bestu í heimi. mjög gaman hreint.

Best að fara að sofa,
Morgunblaðið bíður landsmönnum góðan dag

Ljón sem ber út málgagnið og skammast sín soldið fyrir

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ mamma mín! Flooott blogg hjaá þér.. ! og mundu svo hver er martraðakona og hver ekki!;) það ert þú!

12:25 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ástin mín þú féllst ekki heldur fórnaðir þínu námi fyrir okkur hin, næst er komið að þér. Ég held að það hafi tekið sig upp gamall Marxismi á heimilinu og það er vel, ég bíð spenntur eftir að almennur eignaréttur verði tekin af og þá sest ég að upp í veiðivötnum. Love u blue

12:38 f.h.  
Blogger Heiðagella said...

BwHAHA morgunblaðið... já ég væri til í að koma með í eins og eitt morgunrölt og gleðja mig yfir því.. Engan móral yfir falli, eitthvað þarf víst að sitja á hakanum (segi ég sem er að fara í ritgerðarsmíð ársins og svo próf), og ef þú ert komin með magaverki af stressi, þá hefurðu alltaf nóg að Mogganum til að wipe it off....
kys Heiða...
p.s. ég bíð spennt eftir að þú pantir flug, er uppfull af góðum hugmyndum um hvað við getur brallað.......

8:22 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home