laugardagur, febrúar 24, 2007

Laust við titil.............

Er búin að sprengja alla jákvæðnisskala í dag, byrjaði daginn á að fara með prinsessu Íslands í nammikaupaleiðangur og svo beint heim í bollubakstur. Eftir að hafa matað familiuna, systur mína og systurdóttur, tengdamóður, mágkonu og mágkonubörn af bollum var komið að bóndanum að elda lambalærisneiðarnar ofan í téða familiu, móður sína, mágkonu og mágkonudóttur. Nú nú, þá var kominn tími til að kynna systur minni og tendgdamóður fyrir bíómynd allra mynda og sátum við þrjár í nýja sófanum hennar Ingu systur og dæstum yfir Pretty Woman. En ég ætlaði nú ekki að tala um allt þetta. Málið er að í dag var ég að hlusta á Óla Palla og hann var að kynna efnilegar íslenskar hljómsveitir. Og þvílíkt væl. Maður lifandi. Þetta tónlistardót í dag er algjörlega gagnslaust til nokkurrar skemmtunar. Endalaust söngl og rythmalaust spilerý sem enginn taktur er í. Ég meina Sigurrós hvað. Það er gjörsamlega vonlaust að ætla sér að dansa við þetta, hvað þá að koma sér í gleðigírinn. Helst þyrfti maður að vera á tvöföldum þunglyndislyfjum við að melta þetta. Það var þarna einhver grúbba, hjartalaufið eitthvað, að spila og þetta var náttlega ekki skemmtilegt. Síðan kom eitthver kall og söng og einhver glamraði á fiðlu og sona. Nei tískan í tónlist í dag er bara leiðinleg. Má ég þá frekar biðja um Utangarðsmenn og Risaeðluna og og Rikshaw, maður þeir voru flottir með sona hárlakk og alles. Mikið hlakka ég til þegar metalið kemst aftur á blað. Þá ætla ég nú aldeilis að hrista af mér kílóin en þangað til verð ég að þrauka með Ragga Bjarna sem er allra manna flottastur og meina bót!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

P.S. Það er alveg vonlaust að ætla sér að brúka Elvisbuxurnar við þessa íslensku alþýðutónlist sem nú er við líði. Laylow, ég meina, það er ekkert hægt að gera við þessa tónlist annað en að liggja upp í sófa og örvænta.

12:07 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já þetta er rétt nú er bara að dusta rykið af gömlu Whitesnake plötunum!!

8:22 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home