Er ástin sönn eða...............

........hvað? Já nú reynir á. Þið sem lesið þetta litla sem ég hef haft fram að færa hingað til, ég leita til ykkar. Nú verð ég að fá að leita álits hjá ykkur. Og bið ég sérstaklega karlmenn að segja sína skoðun í einlægni og hreinskilni. (Skúli, ég treysti á þig).
Þannig er mál með vexti að við hjónin eigum einn mjög kæran vin. Hann er búinn að vera í töluverðu tjóni í sínu einkalífi. Hann sumsé bjó með konu og gekk vel þar til dag einn að hún tilkynnir honum að þeirra sambandi sé lokið af hennar hálfu, gaf honum ekki beinlínis neinar ástæður en eitthvað hafði víst verið að angra þau í soldinn tíma og ekki náð að vinna úr því. En málið snýst ekki um það. Hann sem sagt getur illa hægt að hugsa um konu þessa. Hún fór í framhaldi af þeirra skilnaði að búa með öðrum manni, var í þeim búskap í nokkra mánuði. En að lokum hringir hún í vininn og tilkynnir honum að hún sé orðin ein aftur og skildist honum að hún hefði nokkra eftirþanka um þeirra viðskilnað. Hann gaf lítið útá það en þar sem hann elskar þessa konu og heldur að hún sé sama sinnis er hann að spá í að leggja spilin á borðið og vita hvort það sé grundvöllur fyrir að taka upp þráðinn að nýju. Slá striki yfir undanfarna mánuði og líta fram á veginn, saman, og jafnvel vinna í því sem aflaga fór í upphafi. En sitt sýnist hverjum um þessa ákvörðun hans og nú spyr ég ykkur. Á hann að gefa henni séns og leggja hjartað og sína andlegu heilsu að veði í von um að örlögin hafi ætlað þeim að vera saman eða á hann að gefa skít í þennan kvenmann sem lék hann svo grátt og fór svo að vera með öðrum manni í kjölfarið? Þið sem lesið þetta, segið nú hvað ykkur finnst!!!
Ljón í andlegum pælingum með Morgan Cane flatmagandi í sófanum
7 Comments:
Ég neita að tjá mig meira um þetta mál kv M Cane.
Þá vitiði hvar hann Björn minn stendur
Þessu getur engin svarað fyrir hann, en það væri kannski ekki vitlaust hjá honum að fara hægt í sakirnar. Vona að honum gangi bara vel. Kveðja að vestan.
Það er eiginlega ekki málið heldur, ætli það sé hægt að elska einhvern það mikið að viðkomandi sé tilbúinn til slá striki yfir fortíðina og treysta hinum aðilanum hundrað prósent!
Auðvitað krefjast svona hlutir MIKLILLAR íhugunnar og auðvitað tekur enginn ákvarðanir fyrir manninn. En þegar maður hefur einu sinni verið svikinn, er þá hægt að treysta viðkomandi 100% aftur... ??? Held það gæti bara verið frestun á því óhjákvæmilega.... og sennilega á maðurinn miklu betri konu skilið..
Heiðagella
Ég held að Heiða hafi rétt fyrir sér en hitt er annað mál að hann mun aldrei fyrirgefa sér ef að hann lætur ekki reyna á þetta, og sennilega verður hann varari um sig og síður særður ef að þetta gengur ekki.
Kveðja
Skúli Þór
3 tilraun að koma þessu inn
Yes Skúli, þú ert minn maður! Screw Morgan Cane
Skrifa ummæli
<< Home