x^2 + 3x -20
Svona lítur sem sagt fyrsta dæmið í stærðfræðinni sem ég er að læra í fjarnáminu. Og í þessu dæmi á ég að beita þáttun. Jahá. Nú kemur sér vel að hafa stærðfræðisnillinginn hana Rögnu beib til að aðstoða sig og dusta rykið af heilabúinu. Ég hef ekki gluggað í stærðfræðibækur síðan veturinn áður en Helga fæddist og hún er að verða fimmtán ára á miðvikudaginn. Þannig að það er von að ég sé farin að ryðga. Annars fékk ég 9 fyrir fyrsta spænsku verkefnið mitt og góða umsögn fyrir dönsku verkefnið en þetta fór nú allt saman frekar skrautlega af stað þar sem ég sendi dönskukennaranum spænskuverkefnið og spænskukennaranum dönskuna. En þetta bjargaðist og ég er nú bara voða montin af byrjuninni. Ekki síst vegna þess að ég er skráð í dönsku 300 en hef hvorki talað, lesið né skrifað dönsku síðan á ísöld! Og þá á ég eftir Félagsfræði spurningar sem snúast um framhjáhald og siðferðismat og það verður nú bara skemmtilegt. En þetta er nú svona smá innlit í lærdómspælingar mínar. Annars er allt gott að frétta.
See u later
Ljón í skræðum
See u later
Ljón í skræðum
1 Comments:
Vá hvað þið hjónin eruð dugleg ...og líka með öll þessi fallegu börn ..sem gráta á kvöldin og allt það ..úff púff. Gangi ykkur vel í skólunum öllum. Kveðja Ragna Rugludolla
Skrifa ummæli
<< Home