Ég get svo svarið það að það er búið að vera undarlegir tímar. Ég hef mikið verið að pæla í framtíðinni og verð að segja að ég er orðin svo innilega sikkend tæerd á þessu menntunarleysi. Alltaf þegar hún vinkona mín fer að tala um að hin og þessi bók "æsi upp bókmenntafræðinginn í henni" fæ ég svona minnimáttar og vonleysis sting í hjartað og finnst ég sjálf ferlega stúpid og bara efni í skúringakellingu á spítalanum eða eitthvað. Þar sem sjálfsálitið beið hnekki eftir frekar slaka lærdómsönn núna í vor ákvað ég að lyfta þessu upp úr kjallaranum og eitthvað smá efra plan og skráði mig á bifhjólanámskeið. Sem er náttla mjóg ópraktískt (mamma spurði mig því ég hefði ekki bara keypt mér saumavél og farið á bútasaumsnámskeið!) því það er geðveikt dýrt að kaupa hjól, gallinn kostar annað eins og tryggingarnar eins og allt hitt til samans! Og ég að kaupa mér hús! En svona er ég bara. Við erum ógeðslega mörg og vorum látin taka einhver bókleg próf í fyrsta tíma og féllum öll! En þetta gengur útá að gera ráð fyrir því að allir sem aki í umferðinni séu fífl og fávitar og hafi eitthvað persónulegt móti hjólum. Og ég hélt áfram að falla og var nú eiginlega orðin viss um að tilgangurinn með þessu öllu myndi snúastupp í andhverfu sína og ég yrði dæmd frá öllu námi forgood! En viti menn, ég náði með glans og nú eru verklegu tímarnir eftir og þið sem búið á Selfossi, haldið ykkur inni því ég er að fara að hjóla og er búin að finna mér hjól, Kawasaki 900 ...................... já sko kellinguna!!!!
Over and tilbaka
Ljón í verðandi leðri....
Over and tilbaka
Ljón í verðandi leðri....
4 Comments:
Hey easy rider Mótórhjólið kemur sæta bara spurning um tímasetningu. Námsárangur er mældur í þeirri ánægju sem námið veitir manni, þannig að ekkert nám er merkilegra en annað.
Ja hérna. þú stendur þig svo ljómandi vel í að koma stöðugt á óvart... þegar hjólið kemur þá lofarðu að bjóða mér einn gellurúnt í næstu íslandsheimsókn......
þú ert svo ág ágæt..
kys Heiðagella
Jiiii nú er ég sko sátt með þig kélla;) Býst við því að þú munir sko sýna mér taktana einn daginn;)
er ekki kominn tími á nýja speki frú Ljón..
knus Heiðagella sem hlakkar svooooo til að fá ykkur í heimsókn...
Skrifa ummæli
<< Home