fimmtudagur, október 30, 2008

Lífið er saltfiskur.....

...................!

Ég er með málningu í hárinu....
......... í boði sjúkraflutningamannsins
....stelst til að skrifa í vinnunni.

Ég ætla ekki að hugsa um “ástandið”
Fólk er búið að fá nóg af svartsýnisrausi og ofurvöxtum
Minni samt á að það dýrmætasta í lífinu er ekki tengt peningum á nokkurn hátt og verður ekki frá okkur tekið nema að við sjáum til þess sjálf með óheilbrigðu líferni og sjálfselsku!,
Hananú!

Ég ætla með yfirvaldinu í sumarbústað
Þar verður verður slökkt á símum
Slökkt á sjónvarpi
Slökkt í útvarpi
Slökkt á áhyggjum og stressi
Ekkert internet
Neistinn verður tendraður
Líka þessi sem ekki er hægt að kveikja á með eldspýtum
Og verður ekki svo auðveldlega slökktur!


Í heila tvo daga

Allir draugar verða skildir eftir heima
Börnin í umsjón Helgu Maríu með góðra vina hjálp!

Adios

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jæja sæta takk fyrir notalega helgi, hún var æði.það verður fínt að vera atvinnulaus lifum bara á ástinni og slátri hehe. Getum sofið til hádegis alla daga jeeee.
Bjössi

11:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home