Sunnudagur er ekki alltaf til sigurs
jæja, gott fólk, nú er komið að bloggi. Loksins. Við höfðum það af að skila af okkur þessu blessaða húsi á föstudaginn. Þá er það frá og nú er ég að spá í að kaupa mér skika upp i Villingaholtshreppi og byggja mér óðal. Þangað flykkist unga fólkið sem ólst þar upp og þá hlýt ég að geta farið þangað líka. Annars er lítið að frétta. Sumarið er búið að vera blautt á Selfossi það sem af er og er ekkert á leiðinni með að breytast. Ég datt í það í gær að lesa bókmenntir en það hef ég getað fest mig við lengi. En aldrei slíku vant var engin bók á náttborðinu í þetta skiptið og það er mjög sjaldgæft þegar ég á í hlut. En viti menn jú ein var bókin og kvöldinu í gær var eytt í að lesa Bláu Könnuna. En það er sem sagt bók sem er sú fyrsta í bókaflokknum "Skemmtilegu smábarnabækurnar". Bláa Kannan er hádramatísk skáldsaga sem fjallar um Bláa Könnu sem húkir á sama stað upp í hillu og dreymir um það að komast af stað og kanna heiminn. Á vegi hennar verða svo alls kyns litríkir karakterar og sumir hverjir kannski með misjafnt mjöl í pokahorninu. Að lokum hittir hún kattarómynd eina og nú ætla ég ekki að segja meir til að skemma ekki fyrir þeim er vilja lesa þetta skáldverk sem ég reyndar mæli eindregið með.
Á laugardaginn átti Banki allra landsmanna afmæli og af því tilefni fórum við familian og fengum okkur pylsu og köku á kostnað bankans. Helga kom fram með leikhópnum sínum og stóðu þau sig með prýði. Veðrið lék við okkur og var þetta hin ágætasta skemmtun, öðru máli mátti segja um HM í fótbolta en mínir menn frá Brasilíu kvöddu þessa keppni og er það hið versta mál. En
1 Comments:
jamm, bláa kannan rokkar, hef lesið hana allavega oftar en 1 sinni,.... Líst vel á óðalið, kem í heimsókn þegar það er fullbyggt, kys kys Heiðagella
Skrifa ummæli
<< Home