laugardagur, júní 30, 2007

Time flies when you´re having fun......

Það er akkúrat á þessum degi sem ég læt hugann fljóta aftur í tímann. Til þess tíma er ég var einstæð móðir í foreldrahúsum. Það er nefnilega þessi dagur í dag. Hann er soldið spes. Við Bjössi fórum nefnilega á okkar fyrsta miðbæjarrölt þennan dag fyrir sjö árum síðan, við erum enn á rölti og hvergi nærri stopp. Ég ætlaði að skrifa þennan dag niður og birta en okkur fannst þetta eitthvað sem við vildum eiga ein (ég held að Bjössi hafi ekki viljað að þið vissuð að það var hann sem elti mig til reykjavíkur en ekki öfugt).

En nóg um það, þetta hundadráp er frekar óhugnanlegt dæmi og alveg furðuleg grimmdin í mannskepnunni, við sláum öðrum dýrategundum alveg við með það. Það er víst reyndar eitthvað meira með þetta mál en sagt er, en engu að síður, verknaðurinn einn og sér er alveg með ólíkindum.

Svo er ég óskaplega stolt af sveitungum mínum. Þeir berjast fyrir Urriðafossi og sennilega ætlar þeim að takast að bjarga fossinum frá eyðileggingu virkjanaframkvæmda. Villingaholtshreppsbúar eru með komandi kynslóðir í huga og láta ekki glepjast af gylliboðum Landsvirkjunnar. Það er annað uppá teningnum með bæjarstjórn Selfoss. Þeir í bæjarstjórninni ætla að byggja miðbæinn upp af íbúðarblokkum og háhýsum. Gömlu húsin er rifin og engu er eirt. Á morgun á að byrja að rífa Ingólf sem er eitt af þremur elstu húsunum á Selfossi sem eftir standa af gömlu húsunum. Þetta sögufræga hús stendur við brúarsporðinn og minnir á gamla og glæsta tíma kaupstaðarins en á morgun á að fella það. Gömlu mennirnir tárfella á síðum héraðsblaðanna og biðja um grið þessu húsi til handa. En það er víst liðið sú tíð að mark sé á takandi því sem gamlir kveða, viska gamla fólksins og reynsla, svo ég tali nú ekki um allar fórnirnar sem það færði til að koma þessum kaupstað til manns, allt er það fótum troðið og miðbærinn minnir á myndir af falli þjóðverja á sínum tíma. Hafnarplanið þar sem Björn bróðir minn reykspólaði á sínum tíma og Hafnarhúsið þar sem hann reyndi eitt sinn að keyra inní, þetta eru rústir einar og minna á stríðsástand.
En svona er þetta bara, Davíðisminn er allsráðandi og allt snýst um gróða og ættartengsl og miðbærinn blæðir á meðan.

Hitt er svo annað mál að það er beðið eftir mér í Sensibúðinni þar sem ég þarf að fara að vinna og hann Bjössi minn er alveg dead sexy í löggubúningnum!

Over and out Roger

Ljón í bleikum kjól!

1 Comments:

Blogger Heiðagella said...

AAAAAAAmen......

5:46 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home