föstudagur, september 14, 2007

Det var dejlig...

Jæja gott fólk, komin aftur frá Danmörku, enn að bíða eftir töskunni minni sem þýska kellingin tók á flugvellinum og í þessarri tösku var allt sem ég keypti sem var hellingur. En nóg um það, ferðin var æðisleg, Heiða hot og börnin frábær, bæði hennar sem og mín eigin. Og hvað gerði ég svo þessa fjóra daga á danskri grund, jú það var verslað og verslað svo meira, TÓNLEIKAR! Já maður fer ekki erlendis nema að kynna sér menningu og listir annarra þjóða! Og teknobandið Saybia stóð undir sérdeilis miklum væntingum. Síðan var tekin lest í Tivolið í Árhúsum og daginn eftir kíkti ég á sálufélaga minn, jamm konungur dýranna í Dýragarðinum í Odense lét sér fátt um finnast þótt ég tæki nokkrar myndir og mikið erum við nú lík. Hitt kynið var stúderað og komst ég að því að það er aðeins einn flottur karlmaður í öllu danaveldi og hann vinnur í Jack n´Jones búðinni í Odense. Allir að kíkja þangað og skoða hann. Þessi maður væri sniðinn fyrir þig Guðrún Birna! Ha! Drífðu þig í flugvél stelpa! Síðan var lagt af stað heim um miðnætti að dönskum tíma og um hálf ellefu morguninn eftir labbaði ég inn heima hjá mér. Og beint undir sæng. Skrýtið að ferðast svona í lest og allt um hánótt.
Annars er allt fínt, Bjössi er á fullu í lögregluskólanum, mikið krefjandi nám og reynir á huga og hönd. En hann gerir það fínt í þessu öllu enda með konung frumskógarins á bak við sig:) Síðan er hann að fara að spila með bandinu sem hann er í á árshátíð rannsóknarlögreglumanna sem haldin er í Stykkishólmi! Svo er dansinn byrjaður aftur og mikið var æðislegt að hitta allt liðið í dansskólanum, skrýtið hvernig sumt fólk smellur inní kollinn á manni.
Stelpurnar er komnar á fullt, Júlía er 4 sinnum í viku í tónlistarskólanum, fiðlutími, strengjasveitaræfingar, tónfræði............... svo eru það fimleikarnir og fimleikamót. Helga er komin í sönginn aftur og píanónámið og er að klára 10. bekk í vor. Katrín er komin á leiklistarnámskeið, School Art of Drama, æ hún er svo mikil dramadrottning. En eins og þið sjáið þá er brjálað að gera. En síðast þegar ég vissi þá var ég í vinnunni, best að fara að sinna því!
Ljón, síður en svo í leti

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mikið að gera á stóru heimili Lilja mín:) Annars á ég nú alveg eftir að kíkja í almennilega heimsókn í nýja húsið til þín og til hamingju með það btw...ég rétt kíkti þarna inn um daginn akkúrat þegar þú varst ekki heima...en svona er það bara.

Annars veistu nú að ég er pæja nr 1 og þú slærð mér ekkert við hehe;) Ég kíki vonandi suður fljótlega í heimsókn. Bið að heilsa öllum.

11:39 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home