cloudy days
svo sem allt í góðu þessa dagana, sit í vinnunni og stelst til að blogga. Það rignir úti og aðaldæmið þessa daga er r-listaafturgangan, ég fer að hafa upp á gömlu R-barmmerkjunum frá því í gamla daga. Svona er þetta, tískan fer alltaf í hringi. Ég hef svo sem lítið sett mig inn í þetta vesen allt þarna í babylon, en þetta er víst spurning um peninga eins og alltaf, það er alveg sama hvað það er, í dag snýst ALLT um peninga og það mikið af þeim. Þess vegna finnst mér það mjög fyndið að ætla að voga sér að breyta yfirdrætti í bankanum í lán, nei nei reglurnar heimta ábyrgðarmann sem mér dettur ekki í hug að láta eftir þeim, bankareglur eru fyrir lítilmagna eins og okkur hjónin en aðallinn fær að sukka í stóru upphæðunum án allra reglna og aðhalds. En verði þeim að góðu, ég borga þá bara niður minn yfirdrátt og hana nú:) Ég rakst á hana Auði áðan á netinu og það sem mér fannst það skemmtilegt, hún Auður er nefnilega með mér í dansinsum og þeirra hjóna hefur verið sárt saknað undanfarið. Skondið að rekast á hana svona. En ég ætla að selja nokkrar buxur í dag svo að mér er ekki til setunar boðið....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home