miðvikudagur, október 24, 2007

Sko stelpuna!!!

Hún Helga mína samdi lag, síðan samdi hún texta. Hún ákvað að taka þátt í söngvakeppni Félagsmiðstöðvarinnar á Selfossi og fékk Jóhönnu vinkonu sína til að syngja með sér og viti menn... þær negldu þetta og unnu fullt af verðlaunum og verða fulltrúar Árborgar í söngvakeppni Samfés í Vogum á Vatnsleysu núna í nóvember... Til hamingju Helga sæta. þið voruð laaaang flottastar!!! Og ég var náttlega voða stolt og Gústi líka sem gólaði sig hásann þegar daman hans vann.

En nóg í bili

Er í vinnunni

Fullt af flottum nýjum fötum

Ljón

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með dömuna, hún er flott. kv. Tóta.

12:20 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Lagið er með ólíkndum flott ekki hægt að átta sig á að 15 ára stelpa hafi samið það. Til hamingju Helga.

8:03 e.h.  
Blogger Heiðagella said...

til lukku með frumburðinn, hún er líka hæfileikarík eins og móðirin (hehe)
kv. Heiðagella

4:15 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home