hamingjan.......
... er óáþreifanlegt hugtak, notað til að lýsa hugarástandi.
Ég hef undanfarna daga verið soldið upptekin af þessu hugarástandi. Hvað er hamingja og hvað gerir okkur hamingjusöm. Og það sem meira er, hvað aftrar okkur í því að finna til hamingju. Þegar við fullorðnumst tökum við ábyrgð á okkur og okkar málum. Við viljum sjá um að eyða peningunum okkar sjálf, við viljum ráða því hvað við borðum og hvenær, hvenær við komum heim ef við búum ennþá hjá foreldrum, í hvaða fötum við erum o.s.frv. o.s.frv. Þess vegna er það alveg ótrúlegt hvað við gerum annað fólk ábyrgt fyrir okkar skorti á hamingju. Þegar við erum óhamingjusöm kennum við yfirleitt einhverjum öðrum en okkur sjálfum um það. Ég nefni dæmi:
Ég er pirruð og vansæl yfir því að hafa ekki lært eitthvað þegar ég hafði aldur og aðstæður til, það að ég hef enga framhaldsmenntun er mömmu og pabba að kenna, þau skikkuðu mig ekki til að klára stúdentinn og mér finnst þau ekki hafa hvött mig áfram á sínum tíma. Það er líka Ragnari að kenna því hann hafði engan áhuga á að ég myndi læra eitthvað. Þetta hefur sem sagt ekkert með það að gera að ég nennti ekki að læra, fannst það tímasóun og vildi miklu frekar gera eitthvað annað. Hætti í fjölbraut á miðri önn og fór að vinna, alsæl!
Stundum er ég pirruð yfir því hvað það er mikið drasl heima hjá mér, og það er vegna þess að Bjössi nennir aldrei að taka til (takið eftir sko ALDREI) nema að ég biðji hann um það, krakkarnir skilja draslið eftir útum allt og þau nenna ekki að taka til í herbergjunum sínum. Aftur hefur þetta ekkert með það að gera að fötin í stofusófanum eru nánast öll af sjálfri mér eða föt sem ég hef sett þarna og eru af litlu krílunum, jú herbergi stóru stelpnanna eru kannski í óreiðu en oft er mitt eigið herbergi alls ekkert skárra! Og ef Bjössi tekur til þegar ég bið hann um það, af hverju bið ég hann þá ekki bara um það í staðinn fyrir að pirra mig á því að hann skuli ekki lesa mínar hugsanir? Og ef stelpurnar kunna ekki að þrífa þá er það vegna þess að þeim hefur ekki verið kennt það.
Ég á aldrei pening til að eyða í eitthvað skemmtilegt og það er sko ekki mér að kenna ha! Í fyrsta lagi er ég á alltof litlu tímakaupi, síðan er til fólk sem skuldar mér peninga, svo er Bjössi alltaf að eyða einhverju í eitthvað rugl bara. Enn og aftur kemur það ekkert málinu við að ég kann ekki með peninga að fara, skulda fullt af vitleysu og það sem fólk skuldar mér (sem er nú ekkert til að tala um svo ég taki það nú fram) er bara pínulítill dropi í hafið og myndi ekki breyta mínum fjárhag hið minnsta að fá það til baka. Síðan er ég ekki með neina menntun og get því ekki gert einhverjar svaka launakröfur. Svo eyðir Bjössi aldrei neinu í vitleysu, það er yfirleitt ég sem sé um það. Hins vegar finnst mér að hann ætti nú að telja mig af því að vera að kaupa hitt og þetta. Meira að segja þegar ég er búin að kaupa það!
Hamingjan er eitthvað sem býr innra með okkur og kannski snýst það líka um að taka ákvörðun um að vera hamingjusöm og taka ábyrgð á eigin gjörðum og ákvörðunum. Það er jú alltaf við sjálf sem segjum hlutina á endanum eða gerum þá. Það er ekki eitthvað annað fólk, foreldrar eða aðrir sem láta okkur líða eins og við líðum. Og það er alveg hreint magnað hvernig fullorðið fólk, jafnvel komið að fimmtugu er enn að væla yfir því hvað mamma og pabbi vanræktu það þegar það var lítið eða jafnvel finnst þessu fullorðna fólki það enn vanrækt af foreldrum sínum! Þetta er svona álíka og vera með fjármálin sín í tómu tjóni og væla svo yfir því að vera með lélegan þjónustufulltrúa í bankanum.
Í dag er ég ótrúlega hamingjusöm og ef eitthvað angrar mig þá tek ég á því og ber mína ábyrgð. Hvort ég verð enn svona klár á morgun veit ég ekki , ég tek bara einn dag í einu eins og rónarnir gera.
Batnandi manni er best að lifa!
Ljón í vígahug
Ég hef undanfarna daga verið soldið upptekin af þessu hugarástandi. Hvað er hamingja og hvað gerir okkur hamingjusöm. Og það sem meira er, hvað aftrar okkur í því að finna til hamingju. Þegar við fullorðnumst tökum við ábyrgð á okkur og okkar málum. Við viljum sjá um að eyða peningunum okkar sjálf, við viljum ráða því hvað við borðum og hvenær, hvenær við komum heim ef við búum ennþá hjá foreldrum, í hvaða fötum við erum o.s.frv. o.s.frv. Þess vegna er það alveg ótrúlegt hvað við gerum annað fólk ábyrgt fyrir okkar skorti á hamingju. Þegar við erum óhamingjusöm kennum við yfirleitt einhverjum öðrum en okkur sjálfum um það. Ég nefni dæmi:
Ég er pirruð og vansæl yfir því að hafa ekki lært eitthvað þegar ég hafði aldur og aðstæður til, það að ég hef enga framhaldsmenntun er mömmu og pabba að kenna, þau skikkuðu mig ekki til að klára stúdentinn og mér finnst þau ekki hafa hvött mig áfram á sínum tíma. Það er líka Ragnari að kenna því hann hafði engan áhuga á að ég myndi læra eitthvað. Þetta hefur sem sagt ekkert með það að gera að ég nennti ekki að læra, fannst það tímasóun og vildi miklu frekar gera eitthvað annað. Hætti í fjölbraut á miðri önn og fór að vinna, alsæl!
Stundum er ég pirruð yfir því hvað það er mikið drasl heima hjá mér, og það er vegna þess að Bjössi nennir aldrei að taka til (takið eftir sko ALDREI) nema að ég biðji hann um það, krakkarnir skilja draslið eftir útum allt og þau nenna ekki að taka til í herbergjunum sínum. Aftur hefur þetta ekkert með það að gera að fötin í stofusófanum eru nánast öll af sjálfri mér eða föt sem ég hef sett þarna og eru af litlu krílunum, jú herbergi stóru stelpnanna eru kannski í óreiðu en oft er mitt eigið herbergi alls ekkert skárra! Og ef Bjössi tekur til þegar ég bið hann um það, af hverju bið ég hann þá ekki bara um það í staðinn fyrir að pirra mig á því að hann skuli ekki lesa mínar hugsanir? Og ef stelpurnar kunna ekki að þrífa þá er það vegna þess að þeim hefur ekki verið kennt það.
Ég á aldrei pening til að eyða í eitthvað skemmtilegt og það er sko ekki mér að kenna ha! Í fyrsta lagi er ég á alltof litlu tímakaupi, síðan er til fólk sem skuldar mér peninga, svo er Bjössi alltaf að eyða einhverju í eitthvað rugl bara. Enn og aftur kemur það ekkert málinu við að ég kann ekki með peninga að fara, skulda fullt af vitleysu og það sem fólk skuldar mér (sem er nú ekkert til að tala um svo ég taki það nú fram) er bara pínulítill dropi í hafið og myndi ekki breyta mínum fjárhag hið minnsta að fá það til baka. Síðan er ég ekki með neina menntun og get því ekki gert einhverjar svaka launakröfur. Svo eyðir Bjössi aldrei neinu í vitleysu, það er yfirleitt ég sem sé um það. Hins vegar finnst mér að hann ætti nú að telja mig af því að vera að kaupa hitt og þetta. Meira að segja þegar ég er búin að kaupa það!
Hamingjan er eitthvað sem býr innra með okkur og kannski snýst það líka um að taka ákvörðun um að vera hamingjusöm og taka ábyrgð á eigin gjörðum og ákvörðunum. Það er jú alltaf við sjálf sem segjum hlutina á endanum eða gerum þá. Það er ekki eitthvað annað fólk, foreldrar eða aðrir sem láta okkur líða eins og við líðum. Og það er alveg hreint magnað hvernig fullorðið fólk, jafnvel komið að fimmtugu er enn að væla yfir því hvað mamma og pabbi vanræktu það þegar það var lítið eða jafnvel finnst þessu fullorðna fólki það enn vanrækt af foreldrum sínum! Þetta er svona álíka og vera með fjármálin sín í tómu tjóni og væla svo yfir því að vera með lélegan þjónustufulltrúa í bankanum.
Í dag er ég ótrúlega hamingjusöm og ef eitthvað angrar mig þá tek ég á því og ber mína ábyrgð. Hvort ég verð enn svona klár á morgun veit ég ekki , ég tek bara einn dag í einu eins og rónarnir gera.
Batnandi manni er best að lifa!
Ljón í vígahug
6 Comments:
til í allt nema þrífa baðherbergið hehehehe. En þar hittirðu naglan á höfuðfatið það er ekki við neinn að sakast nema mann sjálfan. love u
Það er nú bara svona maður verður að hugsa um það sem að gott er í stað þess að einbína á það sem ekki er gott. Pabbi minn kenndi mér til dæmis gott ráð til að eiga allt sem að mann langar í, það var einfalt, bara að langa í það semað maður á og þá ertu alltaf ánægður. ( sjáið bara pabba gamla hann á alltaf besta bíl í heimi)
Kveðja Skúli Þór
Ha! Skúli, pabbi þinn á besta bíl í heimi af því að hann á alveg eins bíl og ég:)
Sko Lilja, Honda CRV er fyrir gamalt fólk, selja, selja, selja!!!
Skúli Þór
Hva.... síðast þegar ég vissi átti pabbinn þinn Toyotu.... segðu pabba þínum að fara að taka ákvörðun og stikka við hana, svona hringlandaháttur gengur ekki hjá gömlu fólki......
Eitt besta blogg hingað til!!! Ég er svooo ánægð með þig...þetta fær mann til að hugsa og það á akkúrat réttum tíma, ég hef aldrei pælt í þessu en mun gera það núna héðan í frá (eða allavega reyna það;))
Frá mér færðu eitt STÓRT KNÚÚÚÚÚS:*
Skrifa ummæli
<< Home