Á morgun... þá er nammidagurinn og og ...
...og og koma þá líka jólin????
Ja það er von að hún litla dóttir mín sé rugluð á þessu öllu. Mamman jóðlandi jólalög í tíma og ótíma, Gáttaþefur gægist hér inn og allt það. Það streyma í póstkassann allskyns jólabæklingar, Rúmfatalagerinn, jólin eru löngu byrjuð í Ikea og nú þessi líka fína dótabúlla í Smáranum, hún sendi þennan líka flotta jólagjafabækling í gær og þær sitja núna systurnar, Katrín og Júlía og fylla út jólagjafalistann sem er á fyrstu síðu. Ég verð að viðurkenna það að ég fíla þetta alveg í botn (eins og Einsi bróðir myndi taka til orða). Ég hreint út sagt ELSKA jólin. Og mánuðina sem á undan þeim eru. Þeir eru alveg jafn mikið jólin eins og jólin sjálf, fyrir mér. En ég get skilið pirring í fólki, ein starfsstúlkan hérna í Kjarnanum setti í einhverju bjartsýniskasti jólalög í spilarann í sinni búð að fólk varð bara reitt! Það er eins og að fólk vilji fresta því eins og það getur til að fara að hugsa um jólaundirbúning og ég hef ansi sterkan grun um að nokkuð margir myndu hreinlega sleppa jólunum ef það gæti. Það er alltaf verið að tala um að börnin verði bara óþolinmóð og rugluð en ég held að þau séu nokkuð fljót að læra á þetta og ef stemmingin fyrir jólunum er skemmtileg þá líður þeim vel. Jólin snúast nefnilega um stemmingu. Þegar fólk pirrast útí kaupæðið og allan áróðurinn sem búðirnar demba yfir það þá má það ekki gleyma því að maður velur sér sjálfur sínar jólahefðir. Við ákveðum sjálf hvernig við höldum uppá jólin. Við þurfum ekki að tapa okkur í einhverju lífsgæðajólakapphlaupi. Látum okkur frekar líða vel og leyfum stressi kaupmannanna að fara inn um annað og útum hitt. Við nefnilega ráðum hvernig okkur líður og hvað við eyðum miklum peningum og jólin eru bara yndisleg þó þau séu farin að teygja sig yfir tvo, þrjá mánuði.
Að lokum, Helga mín er fara að keppa í kvöld í Söngvakeppni félagsmiðstöðva á Suðurlandi eða eitthvað svoleiðis. Fimm efstu keppendurnir fara svo áfram á Samfés. Good luck Helga og Jóhanna! Kannski tekst mér að setja lagið þeirra hérna á síðuna:)
Ljón sem villtist í predikunarstólinn hans Séra Gunnars, (þó ekki Gunnars í Krossinum!)
Ja það er von að hún litla dóttir mín sé rugluð á þessu öllu. Mamman jóðlandi jólalög í tíma og ótíma, Gáttaþefur gægist hér inn og allt það. Það streyma í póstkassann allskyns jólabæklingar, Rúmfatalagerinn, jólin eru löngu byrjuð í Ikea og nú þessi líka fína dótabúlla í Smáranum, hún sendi þennan líka flotta jólagjafabækling í gær og þær sitja núna systurnar, Katrín og Júlía og fylla út jólagjafalistann sem er á fyrstu síðu. Ég verð að viðurkenna það að ég fíla þetta alveg í botn (eins og Einsi bróðir myndi taka til orða). Ég hreint út sagt ELSKA jólin. Og mánuðina sem á undan þeim eru. Þeir eru alveg jafn mikið jólin eins og jólin sjálf, fyrir mér. En ég get skilið pirring í fólki, ein starfsstúlkan hérna í Kjarnanum setti í einhverju bjartsýniskasti jólalög í spilarann í sinni búð að fólk varð bara reitt! Það er eins og að fólk vilji fresta því eins og það getur til að fara að hugsa um jólaundirbúning og ég hef ansi sterkan grun um að nokkuð margir myndu hreinlega sleppa jólunum ef það gæti. Það er alltaf verið að tala um að börnin verði bara óþolinmóð og rugluð en ég held að þau séu nokkuð fljót að læra á þetta og ef stemmingin fyrir jólunum er skemmtileg þá líður þeim vel. Jólin snúast nefnilega um stemmingu. Þegar fólk pirrast útí kaupæðið og allan áróðurinn sem búðirnar demba yfir það þá má það ekki gleyma því að maður velur sér sjálfur sínar jólahefðir. Við ákveðum sjálf hvernig við höldum uppá jólin. Við þurfum ekki að tapa okkur í einhverju lífsgæðajólakapphlaupi. Látum okkur frekar líða vel og leyfum stressi kaupmannanna að fara inn um annað og útum hitt. Við nefnilega ráðum hvernig okkur líður og hvað við eyðum miklum peningum og jólin eru bara yndisleg þó þau séu farin að teygja sig yfir tvo, þrjá mánuði.
Að lokum, Helga mín er fara að keppa í kvöld í Söngvakeppni félagsmiðstöðva á Suðurlandi eða eitthvað svoleiðis. Fimm efstu keppendurnir fara svo áfram á Samfés. Good luck Helga og Jóhanna! Kannski tekst mér að setja lagið þeirra hérna á síðuna:)
Ljón sem villtist í predikunarstólinn hans Séra Gunnars, (þó ekki Gunnars í Krossinum!)
1 Comments:
Áfram með jólin Áfram með jólin... er svo sammála, maður þarf ekki að taka þátt í vitleysunni, ég er líka farin að söngla jólalög :o)
Til lukku með frumurðinn og afrekið, hún rokkar.
Knuz heiðgella
Skrifa ummæli
<< Home