föstudagur, október 31, 2008

Og hvað skyldi ég nú hafa að segja ykkur í dag??

Slasaði mig á únlið og er dofin fram í fingurgóma
Það grær áður en ég gifti mig...........

Átti stefnumót við tvo fífldirfska karlmenn í morgun og var þangað til ein taugahrúga af kvíða og stressi yfir þessum fundi.

Fundurinn tók ekki lengri tíma en það að ég vissi ekki fyrr en ég var komin aftur undir stýri í bíl sjúkraflutningamannsins og þar sem bíllinn er leðurklæddur að innan hef ég örugglega grætt blöðrubólgu á þessum bílaskiptum!

Nei djók

Fundurinn ógurlegi tók bara 3 mínútur og allt stressið og allur kvíðinn sem ég upplifði í morgun...... ég legg ekki meira á ykkur.

Annars er ég eitthvað svo undarlega tóm

Langar helst til að skríða undir sæng og breiða yfir haus

Og vera þar í svona 5 ár eða svo

Lenti í smá upprifjun í gærkvöldi sem hafði meiri áhrif en ég hélt

Ég sem er svo skipulög er með daginn í algjörri óreiðu og hendi ekki reiður á eitt né neitt.

Skrýtið

Það er eins og erfið reynsla sitji um mann endalaust

Eins og maður þurfi að afgreiða hana á einhvern sérstakan hátt svo hún trufli ekki.

Það er víst ekki nóg að liðið sé bara liðið, grafið og gleymt.


Æ þetta er náttla bara komið út í bull.....................


Bros:)

allavega á útidyrahurðinni

(mig vantar sárlega yfirvaldið og Alice in chains, fundarlaun í boði fyrir rétta finnandann)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jæja sæta takk fyrir notalega helgi, hún var æði.það verður fínt að vera atvinnulaus lifum bara á ástinni og slátri hehe. Getum sofið til hádegis alla daga jeeee.
Bjössi

11:33 e.h.  
Blogger Ljónið said...

Slátur???
Ertu búinn að sauma vambir haha
Bjössi beib

11:35 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home