Have you ever seen the rain............
Nú er sko komið að þeim tímamótum að Lilja litla ætlar að ákveða hvað hún vill verða þegar hún verður stór. Hrafnkell er orðinn sex mánaða og fæðingarorlofið almost over og þá er að taka sig saman í andlitinu og gera eitthvað. Ekki vil ég verða skúringarkelling alla ævi. Fjarnámið hjá VMA er rosa sniðugt. Maður þarf að taka próf uppá níu einingar þá fær maður skólagjöldin endurgreidd sem er mjög námshvetjandi og er fyrirkomulagið á náminu allt mjög aðgengilegt og sniðugt. Þannig að nú er bara að setja í gírinn. Og enda með doktorsgráðu í einhverju mjög uppbyggilegu rúmlega sextug og tilbúin í ellilífeyrinn. Nei nei ég segi bara svona.
En að öðru. það styttist i að hún Helga mín fari í fyrsta skipti til útlanda, hún fer til Englands 30. júlí og verður þar í þrjár vikur. Og er strax farin að hafa áhyggjur af því að veðrið verði ÖMURLEGT, eða að hún eignist ENGA vini. Þannig er nú dramatíkin á þessu heimili. Annars liggur hún inni í rúmi með hálsbólgu og hausverk og hlær sig máttlausa við að horfa á hina mjög svo amerísku FRIENDS. Við erum sko að safna þessum þáttum, keyptum fyrstu þrjár seríurnar í gær. Jamm sumir safna frímerkjum og aðrir servíettum en við söfnum vinum. Ekki amalegt að geta kúrt undir sæng og horft á það eðalefni. Ég hef verið að endurnýja kynni mín að Beverly Hills og Melrose Place, svona á milli fótboltans og verð ég að segja það að þessir þættir hafa elst afskaplega illa. En svona til að forðast allan miskilning þá erum við mæðgur að fara að taka okkur á í heilsuræktinni, hoppa og skoppa í pallapúli og spinning, bara svona svo samviskan sé sem hreinust þegar FRIENDS djamma í TVinu. En ég verð að segja að hlátrasköllin í litla herberginu eru smitandi.
En að öðru. það styttist i að hún Helga mín fari í fyrsta skipti til útlanda, hún fer til Englands 30. júlí og verður þar í þrjár vikur. Og er strax farin að hafa áhyggjur af því að veðrið verði ÖMURLEGT, eða að hún eignist ENGA vini. Þannig er nú dramatíkin á þessu heimili. Annars liggur hún inni í rúmi með hálsbólgu og hausverk og hlær sig máttlausa við að horfa á hina mjög svo amerísku FRIENDS. Við erum sko að safna þessum þáttum, keyptum fyrstu þrjár seríurnar í gær. Jamm sumir safna frímerkjum og aðrir servíettum en við söfnum vinum. Ekki amalegt að geta kúrt undir sæng og horft á það eðalefni. Ég hef verið að endurnýja kynni mín að Beverly Hills og Melrose Place, svona á milli fótboltans og verð ég að segja það að þessir þættir hafa elst afskaplega illa. En svona til að forðast allan miskilning þá erum við mæðgur að fara að taka okkur á í heilsuræktinni, hoppa og skoppa í pallapúli og spinning, bara svona svo samviskan sé sem hreinust þegar FRIENDS djamma í TVinu. En ég verð að segja að hlátrasköllin í litla herberginu eru smitandi.
3 Comments:
Lilja mín, síðan hvenær ferð þú í ræktina?????????????????????????????????
Maður bara spyr sig .....
Allavega, vona að dóttirin njóti sín allsvakalega í útlandinu og að móðirin lifi af fráhvarfseinkennin svona þegar elsta barnið "flytur"...
Kys og kram Heiðagella
Já, ætlar kellan maske í skóla, líst vel á það :)
Friends eru algjör snilld, ég gerði það sama og safnaði að mér öllum seríununm smátt og smátt...
Sjáumst vonandi í ágúst, er að plana að koma þá á höfuðborgarsvæðið, og vera í smá stund..
until next time..
hæ hæ takk fyrir seinast:)
flott síða hjá þér skvísa:) bið að heilsa fólkinu
Skrifa ummæli
<< Home