þriðjudagur, nóvember 07, 2006

..................................

Langt fyrir utan ystu skóga
árið sem að gullið fannst
einn bjó smiður útí móa
og hans dóttir sem þú manst
........veit ekki hvar skal byrja. Hef verið undarlega tóm upp á síðkastið. Ég get ekki kennt fyrirtíðaspennu um, hef aldrei þjáðst af slíku. Það er eitthvað "weird" á seyði. Veit samt ekki hvað. Finnst eins og að lífið sé að fara að taka meiriháttar breytingum. Og hef það á tilfinningunni að ekki sé allt sem sýnist og þá í neikvæðri merkingu. Kannski er svefnleysinu um að kenna eða tortryggninni sem ég hef þjáðst af síðan í barnæsku en samt finnst mér eins og eitthvað sé að læðast aftan að mér. Ég þarf að fara að finna mér vinnu, er að verða búin í fæðingarorlofinu og Selfoss er nú ekki beinlínis vaðandi í atvinnutækifærum. En ég held dauðahaldi í jólatilhlökkunina og reyni að halda sönsum hlustandi á drenginn minn gráta úr sér allt loft á kvöldin og næturnar.
Litla smáin lofi dáin
lipurtáin gleðinnar
ertu dáin útí bláinn
eins og þráin sem ég bar

Ljón sem hefur stundum ekkert að segja og þá er betra að þegja!!

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

...aldrei best að þegja ...bara bulla/skálda þegar maður hefur ekkert að segja ....alltaf að skrifa þeagar maður kemur því við... þó undirspilið sé grátur og maður hefur ekki alla nauðsynlegu bókstafina í lyklaborðinu he he ...Ég finn til samúðar með þér með Krummann ykkar... ég tala af reynslu ..á barn sem hefur grátið í 8 mánuði ...úff púff hvað það er erfitt. Ég hef alltaf gaman af bloggunum þínum, enda ertu afbragðspenni. Þú segir svo bara í atvinnuviðtölunum að þú sért sveitanörd ....það hlýtur að virka vel!

11:23 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Lilja mín þetta er bara ég sem er að koma suður um mánaðarmótin, þarft ekkert að kvíða því:-). En er eitthvað búið að ákveða jólahlaðborð?? Þú ættir kannski bara að koma með Krumma kelirófu vestur eina helgi og baka Sörur með mér. Kysstu krúttið og syngdu jólalögin hátt og snjallt. Ég aftur á móti verð að prufa allt sem kemur í apótekið og ætla prufa að hífa mig upp á nýu náttúrulyfi ;-)...maður verður að vita hvað maður er að selja, hehe heldurðu ekki að mín verði ekki flott þegar hún er búin að prufa öll undralyf og krem sem til eru í Lyfju :-). Kv. mágkonan.

11:58 e.h.  
Blogger Ljónið said...

8 mánuði já, kannski ég kaupi bara gammel dansk og hálfan eins og Erlingur sögukennari. Jú hef bakað Sörur, hins vegar er ég strand með jólahlaðborðið, veit ekki hvar og hvort miljónamæringarnir séu að spila og það eina sem í boði er, eru Sigga og Grétar. Svona er að eiga vandfýsna tengdamóður sem gerir kröfur um tjútt að eldri manna sið. En er að spá í að tala við Skíðaskálann, hvernig líst þér á það? Annars skellum við bara í sörurnar heima hjá mér í staðinn Tóta Toyotugella.

8:13 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þekki ég þessa Söru? Nú er mál að linni. Þegar leysa þarf flókin og krefjandi verkefni er best að setja karlmann í verkið ég fer í að koma reglu á Krumma káta karl.

8:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Getur þú þá ekki bara bakað Sörurnar líka Bjössi minn ?

9:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég vafraði hingað af síðunni hennar Heiðu gellu í landi bauna. Varð að skrifa hér hvatningarorð. Þurfti að ganga í gegnum þennan grátpakka með eldri dóttur minni og vá hvað þetta er erfitt. Bara vera þrjóskur (sé nú á kommentum að það vantar ekkert upp á það - þekki það ekki sjálf!).
Kveðja, Ósk (vinkona Heiðu)

11:18 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Æj ég þjáist af sömu tilfinningu......það er e-ð að gerast....ég veit bara ekki hvað....mér finnst líka ofur eins og ég sé að skilja e-ð/e-rn ofur mikilvægann eftir á nesk sem að á eftir að tryggja mér mína hamingju (þetta er ekki pabbi þetta er e-rn veginn öðruvísi)!

5:35 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home