mánudagur, október 16, 2006

The answer is NO,.......

..........but please keep trying. Þetta stendur á lyklakippunni minni sem Brynja gaf mér þegar ég varð 17. Bíllykillinn minn hangir enn á þessarri kippu. Henni Brynju fannst þessi setning lýsa mér eitthvað svo vel. Ekki veit ég nú um það en ég á kannski ekki auðvelt með að skipta um skoðun eða viðurkenna ósigur eða vanmátt. Og það er eitt enn, ég hreinlega höndla ekki gagnrýni. Manninum mínum varð það á að tala um einn ákveðin hlut sem hann segir mig gera (takið eftir, ég neita að viðurkenna að ég geri þennan hlut) og fer alveg óstjórnlega í taugarnar á honum. Nú er samband okkar Bjössa, að því er ég segi sjálf, mjög opið og hreinskiptið. Við tölum um málin og hlustum á hvort annað. Allavega hef ég talað alveg helling og Björn hlustað alveg helling, hann hefur viðurkennt vanmátt gangvart allskonar vitleysu sem ég hef borið á borð, lofað bót og betrun þegar ég tuða og þvarga gagnvart óhreinum sokkum á stofugólfinu og rakdótinu hans á vaskinum. Þetta kemur ykkur sem mig hafið heimsótt kannski spánskt fyrir sjónir þar sem ég er nú ekki annáluð fyrir myndarleika í húsmóðurshlutverkinu en það er náttúrulega ALLIR HINIR á heimilinu sem drasla til. En í gær þegar Bjössi minn ympraði á þessum ávana sem hann TELUR mig hafa varð ég yfir mig móðguð og fúl og upp í hugann komu allskyns hlutir sem mér fannst nú að hann gæti lagað ha! Ætlaði sko að snúa vörn í sókn og hafa betur, fátt er mér mikilvægara en að hafa betur í allskyns baráttum. En mín beit á jaxlinn, tók þessari ábendingu með þögn og ljúfu brosi. Elsku Bjössi minn, ekki málið að laga þetta. Vegna þess að það er hryllingur einn að búa með konu sem tekur ekki tilsögn. Hvort sem það varðar heimilið eða Kasínu.
Verkefni vikunnar hjá mér er semsagt sjálfskoðun, þar sem sjálfsgagnrýni verður bætt við orðaforðann.
Þetta var smá innlit í hjónapælingar Ljónssins
Óska Júlíu til hamingju með frábæra strengjasveitartónleika
Ljón með bresti og galla og ætlar að losna við þá alla!

P.S. Og varðandi Kasínuna, þá er ég hér með búin að gefast upp á því spili sem mér er hreint ómögulegt að vinna manninn í. Ég uppgötvaði það að ég er ekki góð í því að tapa ALLTAF, hætti við þetta manndrápsspil og keypti mér saumadót! (Sem ég er ,bytheway, ekki enn byrjuð á!)

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Lærði hann ekki bara að spila kasínu hjá pabba, það var ekki hægt að vinna hann (en ég veit að hann svindlaði ;-))...gangi ykkur vel í allri þessari sjálfskoðun, það er tiltekt sem maður hefur sig sjaldan í :-). Kv. að vestan.

7:37 e.h.  
Blogger Ljónið said...

Já var það ekki! Hann svindlar í þessu spili!! Ha!! Og ég er svo græn að ég fatta það ekki. Vá það hlaut að vera, það er náttúrulega hægt að telja manni trú um allan fjandann þegar maður kann ekki reglurnar! Tóta, þú er my man. Og Bjössi, ég er búin að fatta þetta! No more svindl!!! ( Svo áttu að halda undir en ekki yfir, Ha?!)

11:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hehe bara tapsár jæja best að lofa henni að vinna nokkur. En mér líst vel á naflaskoðun gerir bara gott. Tango on baby

1:41 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er alltaf gaman að lesa bloggin þín. Ég þekki engan sem finnst gaman eða gott að fá gagnrýni. Og ég held að flestir gefist upp á endanum ...sem ALLTAF tapa. En ég er búin að vera á fullu að leita þér að ráðskonustarfi og viti menn eftir mikinn lestur bændablaðsins þá fann ég einn 50 ára piparsvein sem er að leita sér að ráðskonu, hann býr einhverstaðar uppí afdal og á 3 slefandi hunda sem míga og skíta inni, tekur í nefið og aðaláhugamálið eru veðurfréttir, hann hefur einnig gaman af því að tala undir rós. Kröfur: vakna kl 6,00 og mjólka (7 daga vikunnar), þrífa(húsið ekki verið þrifið síðan 1968), kunna að elda sjálfdauðar kindur og ekki er verra ef manneskjan er sjálfri sér nóg því ekki er hægt að hitta annað fólk megnið af árinu vegna ófærðar. Börn engin fyrirstaða. ....ó næstum búin að gleyma ...engin net-tengin er á staðnum.

1:50 f.h.  
Blogger Ljónið said...

Býr þessi maður nokkuð í Villingaholtshreppnum, kannski bara í Egilstaðakoti? Ha? Þetta er náttúrulega bara rakið fyrir mig. Bring it on babe!

1:59 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hljómar eins og Mundi en hann er bara 25

2:13 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er að ég held einhver veðurathugunarstöð ...ég man ekki hvort það stóð Nágreni, Grennd eða Aðsigi.

2:20 f.h.  
Blogger Heiðagella said...

Lilja mín,láttu ekki manninn telja þér trú um að þú hafit einhverja bresti eða galla....... perfekt ikk?? segðu bara við hann, já er það svona sem þetta á að vera, eittthvað, og hva ætlaru segja að ég sé feit líka eða????vera agressív, og þá hreinlega þorir hann ekki íðig aftur...
Annars er best að varast að taka ráð frá fráskildum eða?? (maður spyr sig)

7:37 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Yes, u sure have issues! Aldrei hef ég séð þig taka gagnrýni vel, og þá meina ég líka þegar rýnt er til gagns... Enda hef ég svosum ekki verið í kringum þig 24-7.. En gaman að heyra að þú þroskast :)
En nú til að gefa þér tíma til að baka, þá kem ég væntalega í bæinn helgina 3-5 nóv. Svo að ef ég á að koma í heimsókn, er eins gott að það verði þá til nóg af kökum, fyrst það er það sem heldur aftur af þér til að koma til Rvk. :)
En svona í fullri alvöru, þá verðum við að farað hittast, ég vona að þú komist til Rvk þessa helgi, komistég ekki á Selfoss. (Bíllinn sem við höfum til umráða er ekki upp á marga fiska, en það er líka gaman af ævintýrum... :)
Later love.

10:43 f.h.  
Blogger Ljónið said...

3-5. nóv. neglum það!

1:27 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home