ég skal nú bara segja ykkur það
Eins og þið sum vitið ákváðum við Bjössi að skella okkur á dansnámskeið í vetur. Mig hefur alltaf langað að læra að dansa frá því að ég var lítil stelpa í Vatnsholtinu og nú greip ég tækifærið. Við erum búin að fara í þrjá tíma og í fyrsta tímanum sáum við eldra par, svona um sjötugt, sem hafði lært dans í átján ár og þau voru alveg ótrúlega flott saman. Svona langar mig að við verðum sögðum við Bjössi við hvort annað og loforð um óteljandi danstíma í augnaráðinu. En í tímanum í kvöld rann á mig tvær grímur. Ég virðist ekki hafa þetta í mér, er alltaf aðeins á undan eða á eftir, tek of stór skef eða of lítil. Og þetta með tjúttsnúninginn var náttúrlega bara niðurlæging á hæsta mælikvarða eða eins og maðurinn minn komst að orði á leiðinni heim "maður var nánast farinn að skammast sín". Síðan er ég orðin of þung og þar af leiðandi hreyfi ég mig öðruvísi en ég gerði, eða svo hef ég heyrt. Eins og mér líður núna, komin heim og búin að hrúga mér í sófann, langar mig hreint ekki aftur í danstíma. Langar mest til að skríða útí horn og fjara þar út en þar sem ég er nú búin að borga fyrir þetta læt ég mig hafa það og það með opnum hug, sem er hreint afrek hvað mig varðar, einhvern tímann hefði ég þakkað pent fyrir og snúið mér að öðru. En þroskinn kemur með aldrinum sem og aukakílóin og þar af leiðandi gerir maður gott úr. (Nema aukakílóunum, maður á ekki að gera gott úr þeim) Umræðurnar í bílnum, á leiðinni heim, voru ekki uppá marga fiska, það get ég sagt með fullri hreinskilni. En sannleikanum er hver sárreiðastur.
Ljón í þungum þönkum, í bókstaflegri merkingu
Ljón í þungum þönkum, í bókstaflegri merkingu
8 Comments:
Don´t worry, be happy!
Þú ert nú alltaf sama cool frænkan fyrir mér, þó ég eldist og þú líka.
æ elskan, eitt er að eldast, annað að stækka á þverveginn. Kvenfólki er það bannað.
gaman að vera skúrkur á netinu
ææææææææææ elskan........
knus Heiðagella
mamma í alvöru,, þúrt rugluuð! Ég daansa örugglega verst af öllum og veistu hvað.. ég er alveg ógeðslega stolt af því!
Þú ert alltaf að segj mér að láta ekki álit annarra skipta máli svo þú skalt mæta í næsta danstíma, dansa alveg brjálæðislega illa og njóta þess í tææætlur!! ;)
Takk fyrir mig!
-Helga <33
flott maður skil reindar ekki helmingin af þessu. Enn það venntar eithvað um mig
Júlía, þú ert nú náttúrulega langflottust!
Ég get nú bara sagt þér það elsku Lilja mín að ég var hjá þér núna um helgina og ég sá þig....og þú ert ekki feit....þú ert búin að bæta á þig enda orðin 5 barna móðir og það er nú alls ekki langt síðan það síðasta kom!:) Þú ættir að sjá aðrar konur eftir þessi afrek elskan;) Þú ert bara flott...og aukakílóin (þessi fáu) munu fara með tímanum það eitt er víst:) svo að reyndu bara hugsa ekki of mikið um þetta því það er það sem gefur þér ranghugmyndir trúðu mér þó ég viti að ég sé ung þá hefur maður lært ímislegt;) Mér finnst nú bara að hann Bjössi minn ætti að skammast sín smá og kyssa þig;):* en þetta er ekki neitt elskan farðu bara í danstímann með góðu hugarfari og þá nærðu þessu:)
Skrifa ummæli
<< Home