einn sit ég yfir drykkju, aftaninn vetrarlangan
í stofunni er rauður sófi með hrúgu í miðjunni
þessi hrúga er ég
ef ég hlustá Alice in chains breytist ég í hrúgu í miðjum rauðum sófa
þess vegna tekur Bjössi Alice in chains og felur hann
en ég fann hann og finn hvernig hrúgan magnast inní mér
í kvöld eru LEIKIRNIR
og ég er með kvíðahnút í maganum
vegna þess að liðið mitt er alsett gömlum prjónakellingum
ég fór út á svalir og lét regnið renna niður hálsmálið
fann hvernig haustsvalinn fékk hrollinn til að hlaupa niður bakið og oní tá
sem er notaleg tilfinning fyrir hrúguna í sófanum
köngulærnar eru búnar að yfirgefa mig
og stofan mín fyllist af litlum loðnum flugum
boðberar haustsins
í vikunni sem leið dó lítil stelpa á spítala í reykjavík
fékk hvíld frá lífi sem færði henni lítið annað en þjáningar
samúð mín er með mömmu hennar
sem má sennilega ekki eiga fleiri börn
og ég horfi á börnin mín
minn vinningur í lífinu
geri uppreisn gegn lísu litlu í hlekkjunum
og kyssi stelpuna mína sem lifir í heimi öskubusku og þyrnirósar
er á meðan er, segi ég nú bara
hún stendur fyrir framan mig með súkkulaðið út á kinn og biður um bleiku skærin
ætlar að klippa prinsessumynd handa pabba
pabba sem reynir að þrauka daginn inni í andlausu tómarúmi hinna fordæmdu
hér heima bíður hans allt sem lífið bíður uppá, fótbolti, prinsessa, lítill brosandi stubbur og hrúgan góða í sófanum
that´s all folks
Ljónið
þessi hrúga er ég
ef ég hlustá Alice in chains breytist ég í hrúgu í miðjum rauðum sófa
þess vegna tekur Bjössi Alice in chains og felur hann
en ég fann hann og finn hvernig hrúgan magnast inní mér
í kvöld eru LEIKIRNIR
og ég er með kvíðahnút í maganum
vegna þess að liðið mitt er alsett gömlum prjónakellingum
ég fór út á svalir og lét regnið renna niður hálsmálið
fann hvernig haustsvalinn fékk hrollinn til að hlaupa niður bakið og oní tá
sem er notaleg tilfinning fyrir hrúguna í sófanum
köngulærnar eru búnar að yfirgefa mig
og stofan mín fyllist af litlum loðnum flugum
boðberar haustsins
í vikunni sem leið dó lítil stelpa á spítala í reykjavík
fékk hvíld frá lífi sem færði henni lítið annað en þjáningar
samúð mín er með mömmu hennar
sem má sennilega ekki eiga fleiri börn
og ég horfi á börnin mín
minn vinningur í lífinu
geri uppreisn gegn lísu litlu í hlekkjunum
og kyssi stelpuna mína sem lifir í heimi öskubusku og þyrnirósar
er á meðan er, segi ég nú bara
hún stendur fyrir framan mig með súkkulaðið út á kinn og biður um bleiku skærin
ætlar að klippa prinsessumynd handa pabba
pabba sem reynir að þrauka daginn inni í andlausu tómarúmi hinna fordæmdu
hér heima bíður hans allt sem lífið bíður uppá, fótbolti, prinsessa, lítill brosandi stubbur og hrúgan góða í sófanum
that´s all folks
Ljónið
4 Comments:
óþekka stelpa það má ekki líta af þér. Ég er sammála þér við erum rík. frábært að koma heim til fjörkálfana. ég segi það enn og aftur svona pennar eins og þú eiga að skrifa bók.
Gott blogg gella....gaman að lesa svona...
En um gamla liðið þá eru þau núna úti í Finnlandi og koma til landsins næsta fimmtudag 22. held ég:)
Lilja mín, þú ert svo ágæt
Nau, þarna er Heiða.
Skrifa ummæli
<< Home