hann þoldi ekki sultu en fékk sér banana..........
Eftir langa og stranga íhugun og eftir að hafa hitt íþróttaálfinn að máli var ákveðið að skella sér í berjamó. Við lögðum upp laugardaginn síðasta ásamt fríðu föruneyti (sem samanstóð af Jóhönnu og co) og héldum upp í Ingólfsfjall. Hún Katrín mín er hörð á því að það sé heimili Jólasveinanna en engan sáum við nú sveininn en þeim mun meira af berjum og nú var um að gera að brúka föturnar og tína ber tína ber, skessan er ekki heima...........! Veðrið var hið ákjósanlegasta, logn og blíða, og þetta var hin skemmtilegasta för með nesti og nýjum skóm og við komum heim með tæp 5 kíló af krækjiberjum. Þá upphófst hin mikla pæling, hvað skyldi nú gera við öll þessi ber. Húsmóðirin greip símann og reddaði sér uppskrift að krækjiberjahlaupi og svo var byrjað að sjóða og sía ber í potti. Ég var svo forsjál að hafa keypt sultuhleypi og nú var skellt í pottinn en þegar átti að sía í krukkurnar var hlaupið orðið svo þykkt að ég kom því varla í krukkurnar, hvað þá í gegnum sigtið. Daginn eftir þegar ég fór nú að kanna afraksturinn að þessari sultugerð var þetta óætt og með öllu ólystugt þannig að þessi sultugerð endaði í tómri mjólkurfernu og beint í ruslið. Má segja að húsmóðurin hafi verið frekar óhress með þetta og fyrir einhverja rælni fór ég að lesa aftan á þennan sultuhleypi og viti menn! Í staðinn fyrir að setja allan pakkann eins og ég gerði átti ég bara að setja tvær teskeiðar! Það næsta sem mann gjörir bara kíló pipar! Þetta var náttúrulega bara fyndið. Ég ákvað að snúa mér að rifsberjunum sem hann Bjössi minn var svo elskulegur að tína fyrir mig útí garði og ég fór að hringja í mann og annan eftir uppskrift af rifsberjahlaupi og rifsberjasaft. En þá lágu Danir í því. Allir áttu jú uppskrift af hlaupi en allar voru þær eitthvað undarlegar og engum bar saman með aðferðina og enginn kannaðist við að hafa nokkurn tímann búið til saft úr rifsberjum. Ég restaði á að hringja í matgæðinginn fyrir austan, ömmu hans Bjössa, og með hennar ráðum tókst mér að búa til þetta líka fína hlaup. En saftin var eftir og hún kunni engin ráð með það. Og þar sem ég átti kíló af krækiberjum í viðbót við rifsberin var þetta saftdæmi orðið hið versta mál og berin lágu undir skemmdum í ísskápnum. Var ég alvarlega að íhuga að kontakta miðil og reyna að ná tali af henni ömmu í Vatnsholti sem ól sín börn á lýsi og krækiberjasaft sem og saft úr rifsberjum sem hún taldi allra meina bót. En hún móðir mín bjargaði mér, mamma hennar var saftsnillingurinn undir Heklufjalli forðum daga og með hennar aðferðum bruggaði ég eðalmjöð úr berjunum sem fylla ísskápinn minn sem og allar sultukrukkurnar. Þetta berjastúss er búið að taka alla vikuna og húsmóðirin orðin úrvinda og sláturtíðin rétt að byrja með tilheyrandi vamba-saumaskap og mörskurði, svo ég tali nú ekki um blóðhræringum.
Ef mér tekst að birta þetta sem er allsendis óvíst, þakka ég þeim sem hlýddu
Septem-ber Ljón
Ef mér tekst að birta þetta sem er allsendis óvíst, þakka ég þeim sem hlýddu
Septem-ber Ljón
4 Comments:
Ég sem ætlaði að úða í mig krækiberjum með sykri og rjóma en það verður að bíða til næsta árs. saftið og sultan er góð og ekki laust við að maður hugsi austur til ömmu innan um allar sultukrukkurnar.
Heyrðu já gella....ég er að koma:) ég verð í bandi við þig til að sjá hvernig þetta verður;)
eins gott að vera ekki ber að tína ber.... né heldur þegar þú ert í nálægðinni að sulta með þennan hleypi þinn... hlypi hreinlega í kekki..
Kys kæra.
Heiðagella not so ber
ÞÚ ert algert krækiber............
Skrifa ummæli
<< Home