fimmtudagur, janúar 18, 2007

Er að reyna að blogga................


............ á meðan ég horfi á HOUSE, sem mér finnst aðalgæinn
Er þessa dagana að reyna að halda í þá litlu geðheilsu sem mér var gefin.
Viðurkenni veikleika minn gagnvart skólastrákum með tatoo
Dreymdi súrealískan draum um dreka á teppi með fiðrildum og bláum rósum
Sit uppi með þá staðreynd að hafa verið alin upp sem skrýtni fjölskyldumeðlimurinn og hef eytt því sem af er ævinni í að standa undir því nafni.
Langar í hús en vil ekki skulda hús, spurning hvort hægt sé að finna eitt stykki hús í góða hirðinum!
Verð örg þegar ég sé auglýsingarnar með leikara Cleese
Finnst að lífið eigi að vera ókeypis þegar maður er orðinn áttræður
Sé ekki fram á að eignast fleiri börn á næstunni
Finnst það reyndar mjög sorgleg staðreynd
Er farin að telja dagana til næstu jóla!
Ætla sko til Heiðu dönsku næsta sumar
Af hverju eru sumir karlmenn gersneyddir sumum tilfinningum sem flestu fólki finnst vera neikvæðar tilfinningar en eru samt eftirsóttar af öllum mannverum!
Er að fara að sækja um vinnu á morgun
Ætla á Þorrablótið hans Kjarra Björrs í Elvisbuxum sem tengdamóðir mín tjáði mér að yrði sér til háborinnar skammar
Skil ekki þetta blogg

Ljón með grautarhaus

2 Comments:

Blogger Heiðagella said...

Thú ert svo ágæt Lilja mín.
Hlakka til ad sjá ykkur mædgurnar í sumar.
Hilsen Pilsen
Heidagella

11:18 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ekki ég heldur en skemmtileg lesning

8:40 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home