laugardagur, janúar 13, 2007

Ó Jesú bróðir besti

Ég er ekki alveg að skilja alla þessa umræðu um kristinfræðikennslu í skólum. Og er nú er allt sjóðandi vitlaust í einhverjum Sjálandsskóla (held hann heiti það) útaf djákna sem býður þá þjónustu að sinna börnum sem haldin eru kvíða og áhyggjum, hafa lent í einelti eða eru skilnaðarbörn o.s.frv. Fólk pælir í hvort það séu jesumyndir á veggjunum hjá djáknunum og ég veit ekki hvað. Íslendingar eru 90% kristin þjóð. Þjóðkirkjan okkar er lútherstrúar og ég veit ekki um neitt barn sem hefur skaðast af því að læra biblíusögur og bænir. Ef foreldrar vilja iðka sína trú í öðrum söfnuðum er þeim það frjálst og það kemur krisinfræðikennslunni ekki við. Barn getur alveg verið í Krossinum eða Hvítasunnu þótt það læri um eitthvað annað í skóla. Þótt við lærum ensku í skólanum er ekki þar með sagt að við séum búin að fleygja íslenskunni. Þetta er orðið svo mikið rugl og það eru ekki einu sinni útlendingarnir sem tuða yfir þessu. Þótt þeir séu múslimar eða kaþólskir bera þeir virðingu fyrir okkar trú. Ekki myndi þýða fyrir okkur að fara til arabalandanna og skipa þeim að kenna biblíusögurnar okkar í skólanum. Fólk á að hætta þessu rugli og leyfa þessum börnum að læra um Jesú að gömlum sið. Það gerir engu barni neitt vont!

Amen

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

mikið er ég sammála þér sæta. pólitísk rétthugsun það snýst allt um það. það má ekki styggja neinn.

11:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gvvvvvuuuuuðððð! Ég gæti ekki verið meira sammála. Hlynur sonur minn ...tók kaþólsku tíma í Lúx ..ekki skemmdist hann við það..og langt því frá að hann sé kaþólskur. Ég held að ef Djáknin getur hjálpað einhverjum börnum sem eiga um sárt að binda ..þá er það næg réttlæting að hann sé í skólanum. Og mér er sko slétt sama hvað einhverjum öðrum trúarhópum finnst. Við erum Lútherstrúar á 'Islandi ..þannig er það bara. Gott blogg! Kveðja Ragna

12:57 f.h.  
Blogger Heiðagella said...

AMEN
já fólk er alltaf að finna sér eitthvað til að tuða yfir, ef ekki hátt verðlag, pólitík eða erfiðir nágrannarnir já þá er trúin tilvalið tuðefni.
Ræfils djákninn þarna hefur sennilega bara viljað rétta þeim hjálparhönd sem minna mega sín og virðast gleymast í Íslensku samfélagi í dag, en fólk reynir að kenna jesúmyndunum um vandann í stað þess að axla sjálft ábyrgð...
Skítapakk..

12:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home