Gleðilega jólarest og allt það...........
Jólin eru búin, það er staðreynd sem ekki er hægt að horfa framhjá og þótt maður þrjóskist við og jólaljósin séu látin loga áfram, jafnvel framundir febrúar, það er það ekkert eins, jólin eru búin og litadýrðin skilar ekki þeim áhrifum og þeim ljóma sem hún gerði fyrir og yfir hátíðarnar. Ég er ekki búin að fá nóg af jólunum. Ég er ekki ein af þeim sem eru guðslifandi fegnir þegar hægt er að rífa allt glitterið niður og fara að einbeita sér að hinum hversdagslega degi. Brynja vinkona tók einu sinni skrautið sitt niður fyrir þrettánda og það fannst mér hreinlega vera glæpur. Ég er hundfúl yfir að þurfa að taka allt jóladótið mitt og pakka því niður. Samt byrja ég snemma að undirbúa jólin og geri helling. Ríf húsgögn frá veggjum og skrúbba loft og gólf en allt er það til gamans gert og jólalögin látin hljóma á háa C-inu frá því um miðjan október. Svo er bakað og föndrað, við Júlía meira að segja skelltum saman einu piparkökuhúsi sem þið sjáið hér að ofan. Er það ekki æði??? Jólin eru semsé búin að vera á mínu heimili í rúma tvo mánuði og við erum samt ekki tilbúin til að segja þeim lokið að sinni. Hins vegar huggum við okkur við það að jólin koma aftur og það á þessu ári og ég er byrjuð í huganum að plana þau!
Við Bjössi erum að tapa okkur í húsapælingum. Kannski vegna þess að um jólin var ansi þröngt og allir einhvern veginn oní öllum og svo flutti fólk á miðhæðina sem hraunaði yfir mig og minn þvott í þvottahúsinu. Ég er svo búin að fá nóg af því að búa í kommúnu með öðru fólki! Allavega, við töpuðum okkur í húsapælingum og fundum draumahúsið sem bytheway er ógeðslega dýrt en samt ferlega ódýrt en þó utan okkar seilingar. Það má samt láta sig dreyma.
3 Comments:
Ein tilraun enn að reyna að kommenta hjá þér Lilja ..Gleðilegt nýtt bloggár og takk fyrir frábær komment á árinu og skemmtilega umræðu. Ég les alltaf og skemmti mér vel. Varðandi þvottinn ..þá finnst mér að það eigi að banna sameiginleg þvottahús ..þau breyta fólki í skilningsvana ófreskjur ..sem halda að forgangsverkefnin í lífinu séu að taka niður af snúrum og brjóta saman. Eyrnatappar í þvotthúsið ..það er málið. Sælgætishúsið er bara flott. Bestu kveðjur frá Rögnu rugludollu ..og öllum hennar sveitalubbum í Guðlaugsvík á Ströndum. P.s staðfestingar kódinn hér fyrir neðan er rassogoj
Gleðilega hátíð mín kæra, og takk kærlega fyrir okkur, konfektið er alveg að klárast, og aldrei þessu vant held ég að ég hafi borðað mest af því (Sóley er oftar duglegri í súkkulaðinu en ég, og ég í sætabrauðinu... :)
Bestu kveðjur í jólabæinn!
Denni Pjé.
Vorið er komið og grundirnar gróa, það er komið nýtt veiði ár.
Skrifa ummæli
<< Home