Jebbs
Það er sem sagt verið að breyta blogger.com og ég downlodaði einhverri nýrri útgáfu af þessum annars sjálfstæða blogger. Það gerði það að verkum að ég gat og hef ekkert getað birt af mínum færslum og brá á það ráð að ryðjast inná Kóngsins blogg. Annars er ekkert að frétta, Júlia vann til gullverðlauna með hópnum sínum á fimleikamóti í gær. Svo spilaði hún á opnu húsi í Tónlistarskólanum. Tekið var hús á Mr. Bond og það er sko Bond í lagi! Mæli með þeirri mynd alveg hreint. Í dag var mætt til Svölu Hjaltakonu, hnoðað, skorið út og steikt laufabrauð. Ekkert smá skemmtilegt. Síðan á að leggja land undir fót í Borg óttans og finna galakjól handa yngismeynni á bænum. Hins vegar bíð ég bara eftir jólahlaðborðahrinu.
Hafiði það gott
Ljón óttans!!!!
Hafiði það gott
Ljón óttans!!!!
Þar sem þetta gekk nú svo ljómandi vel ákvað ég að bæta við og spyrja álits. Sko, hver ákvað það að fjórtán ára skvísur þyrftu síðkjól, ásteyptar neglur, vaxmeðferð, plökkun, litun, galagreiðslu, förðun og limma til að fara á árshátíð grunnskólans á Selfossi???? Hvað varð um gömlu góðu sparifötin? Þið sem eigið gjafvaxta dætur rétt komnar yfir fermingu, kannist þið við svona?? Og Ragna Fanney, hefur þú eytt formúu í svona dæmi eða er þetta bara eitthvað Selfysst?? Ég bara spyr!
Ljón sem brúkaði fermingarföt bróður síns á árshátið Gaggó Selfoss á sínum tíma (Ha Inga systir, manstu eftir flauelsjakkanum hans Einsa og mótorhjólaskyrtunni, jeminn eini)
Ljón sem brúkaði fermingarföt bróður síns á árshátið Gaggó Selfoss á sínum tíma (Ha Inga systir, manstu eftir flauelsjakkanum hans Einsa og mótorhjólaskyrtunni, jeminn eini)
6 Comments:
Guð það var minnst á mig í þessu bloggi:D mér finnst ég fræg:D hehe en veistu nei Lilja....í fyrsta lagi hafa aldrei verið neitt miklar árshátíðir í mínum skóla...mér finnst nú samt ekkert mál og bara flott að það sé svona galaþema:) ég myndi hins vega leigja mér kjól....að mínu mati þarf nú ekki að kaupa hann þar sem hún mun vaxa upp úr honum fljótar en nokkurn grunar:) Ég á einn síðkjól og hann var keyptur efti að ég hætti að stækka og það gerði ég sjálf:) Greiðsla finnst mér bara töff og ég hef einu sinni farið í greiðslu og það var fyrir Þorrablót VA núna í febrúar síðast liðinn:) Ég hef aldrei verið með gervineglur nema apóteks....ég plokka og lita mínar augabrúnir sjálf og ég raka á mér lappirnar, hef aldrei á ævi minni farið í vax...vá þar hefurðu það...mín ævisaga haha:D annars eru ég og Helga ágætlega ólíkar:) Að mínu mati er bara hægt að reyna fara milliveginn....það er svooo gaman að fara e-ð svona, árshátíðir og dæmi og þá að vera ýkt flott í lookinu:)
Já en Ragna mín, svo er Bjössi í þrjá daga að vinna fyrir þessu öllu!!!!
Hehe strákastelpan mín saumaði síðan æeðurkjól í skólanum og svo greiddu þær hver annari og plokkuðu...en neglurnar voru ekki einu sinni ræddar. Það eru bara mjög flottar neglur í apótekinu sem þú getur tekið af svo þetta verði ekki vítahringur, stelpurnar hér kaupa þær í tonnatali:-)...en gangi ykkur vel og Helga mín skemmtu þér vel. Kv. Tóta...hlakka líka til að fara á jólahlaðborð...fer þrjár helgar í röð ;-).
Leðurkjól :-)
unglingar nú til dags... er strax orðin spennt hvernig mín verður eftir ca. 8 eða 9 ár.. já alltaf gott að hafa eitthvað til að hlakka til...
En ég held samt að þetta sé ósköp venjuleg gelgjuhegðun, hún á nú ekki langt að sækja það...ha??
hehehehehehehehehehehe...
knus frá hinni gelgjunni..
Hottí Spottí
Vá ...þetta eru aldeilis kröfur ...ég er nú bara ánægð ef ég kemst í hárgreiðslu svona á 2 mán fresti ...Viltu nokkuð ættleiða mig ?
Skrifa ummæli
<< Home