?
Jæja gott fólk, enn ein viðburðarrík helgi að baki. Og kemur hér smá svona yfirlit yfir hvað dreif á mína daga þessa umræddu helgi.
Ég vann frameftir á föstudaginn og kíkti svo með Bjössa á Eyrarbakkann þar sem við fengum fínar móttökur hjá Söndru og Júlíusi borara. Þar var tekin ákvörðun um að kíkja á jólahlaðborð 24. nóv n.k. Ekki slæmt það. Nú laugardagurinn var tekinn snemma og Sensí var opnuð kl. 10 stundvíslega, í búðinni var margt um manninn þann daginn og skemmtilegt hvað karlmennirnir voru duglegir að gleðja konurnar sínar án þess að eitthvert sérstakt tilefni væri til. Búðinni var snarlega lokað kl.4 og þá dreif ég mig í dressið á mettíma, svartur kjóll, skart úr Rokk og Rósum, KGB kápan kom að góðum notum í kuldanum og svo þurfti náttlega að setja upp smá andlit fyrir kvöldið og 13 cm undir hælinn. Kl. hálf fimm var ég lögð af stað í bæinn með mömmu, Ingu sys og Helgu og Gústa. Áttum bókað borð á Caruso hálf sex og maður minn, þvílíkur veitingastaður og ódýr í þokkabót. Nú, um hálf átta vorum við svo mætt í Óperuna, þar var hann Bjarni Thor að fara að syngja um kvöldið ásamt Diddú og fleirum og ég get svo svarið það að ég er ekki enn búin að ná mér. Hann frændi minn er alveg stórkostlegur söngvari verð ég að segja og ekki skemmir útlitið en hann hefur svona ekta óperusöngvara útlit, eiginlega hálf ógnvænlegur, gæti leikið alls kyns kónga og keisara, gæti líka leikið dýrið hennar Fríðu. Svipsterkur og ægilegur útlits. Og röddin hans er engu lík, dimm og sterk, soldið eins og íslensku fjöllin. En hápunktur kvöldsins var Diddú í hlutverki næturdrottningarinnar. Hvílík rödd, hvílík útgeislun. Jeminn, maður fékk gæsahúð og óskaði þess að arían tæki aldrei enda. Eftir óperuperlurnar hittum við Heiðu, mömmu hans Bjarna Thors en hún er systir hennar mömmu og hún var hæst ánægð með þetta allt saman og við kjöftuðum í kuldanum á tröppum óperunnar á meðan hún kláraði rettuna og svo var haldið heim í geðveiku roki. Sem betur fer var ekki hálka, þá hefði ég nú lent útí móa hreinlega. En sunnudagurinn var eftir og eftir að hafa mætt í messu með Gústa og Katrínu þar sem Helga mín var að syngja (verð nú aðeins að hrósa honum Gústa soldið, það eru ekki margir 16 ára strákar held ég sem nenna að mæta í messu sunnudag eftir sunnudag til að styðja elskuna sína en hann mætir með bros á vör og tekur niður hattinn) héldum við Júlía til mömmu og þar bakaði ég fyrstu smákökurnar fyrir þessi jól. Með aðstoð móður minnar og Ingu sys bakaði ég loftkökur og engiferkökur, já og vanilluhringi. Stormaði svo heim og setti upp kjötsúpu fyrir hann Bjössa minn sem ég hafði ekkert séð síðan á föstudag.
Svona eiga helgar að vera
Minni á jolin.is þar er hægt að hlusta á jólalög í tölvunni allan sólarhringinn, ha, Heiða, öll íslensku jólalögin í bland við Ora fiskibúðing úr dós!
Over and out Roger
Ljón í fullum skrúða
3 Comments:
Ohhh hvað þú ert nú dugleg esskan...
Er búin að setja jolin.is sem startsíðu á tölvunni.... takk takk enn og aftur fyrir fiskibúðinginn :o)mmmmmmmmmmmmmmm.
knuzzer Heiðagella
P.s. Júlía og Steinunn, takk fyrir alla hjálpina í smákökubakstrinu, þið voruð náttlega langbestar!
Alltaf hressandi að kíkja við hjá þér, Lilja mín hafðu það gott í jólaundirbúningnum....
Kveðja
Skúli Þór
Skrifa ummæli
<< Home