þriðjudagur, janúar 15, 2008


þó maður eigi kannski ekki að upplýsa Pétur og Pál um svefnvenjur sínar er ég að spá í að brjóta þá reglu í þetta skiptið. Við hjónin höfum þurft að deila rúmi með litla gaurnum á heimilinu sem er nýorðinn tveggja ára. En fyrir tveimur dögum síðan bættist liðsauki í hjónarúmið en það er hinn ágæti Bubbi byggir. Drengurinn fékk hann sem sé í afmælisgjöf og dröslar honum til og frá staða, (ekki má setja Bubba í poka, sei sei nei) og nú sefur þessi huggulegi iðnaðarmaður vil hliðina á mér eða til fóta eða bara allsstaðar í mínu rúmi. Drengurinn og hann eru eins og síamstvíburar.
Ég blogga meira seinna, mér liggur svo mikið á hjarta að ég er að springa
Later

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er til svona dúkka á mínu heimili sem að heitir Dreki og það er rosalega næs að vakna með andlitið hans prentað í andlitið á sér á morgnana.

Kveðja

Skúli Þór

9:56 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home