og smá meiri snjó...
Jæja gott fólk, haldiði ekki að maður sé bara að stelast til að blogga í vinnutímanum! Innan um alla jólakjólana og glimmerdressin sit ég með hausverk og kvef og blogga um allt og ekkert. Sem er nú reyndar ekki alveg satt því bloggin mín eru auðvitað heimspekileg umræða um hversdagslega hluti sett fram með snilldarrökfærslum, hnyttni og húmor....... ok ég er hætt.
Ekkert varð af fyrirhuguðu jólahlaðborðsáti í húsi vændisins, s.s Rauða húsinu (man enn eftir feita ameríkananum sem kom arkandi inn á Rauða Húsið "The Red House" og spurði í forundran "where are all the whores??)en þar sem ættmóðirin mikla Elsa Backman efndi til matarboðs í tilefni af jólunum og afmælinu sínu ákváðum við að það mætti ekki framhjá okkur fara. Og ekki sveik maturinn hjá henni blessaðri.
En að máli málanna. Þegar maður á börn, fleiri en eitt, er bókað mál og eitt kemur til með að skara fram úr hinum. Jamm Helga mín, sættu þig við það, Júlía er skörungurinn í systkinahópnum og þið hin, þið eruð svo lítil að þið hafið ekki vit á að fara í fýlu þó ég segi þetta.. Málið er einfalt. Þegar ég bjó á Grensásveginum í gamla daga, (fimmtán árum síðan) gerði ég heiðarlega tilraun fyrir jól að baka þær kökur sem hafa gert jólin mín að jólum alla mína hunds- og kattartíð. Mamma mín var hætt að baka fleiri tegundir af smákökum því ég át bara þessa einu og pabbi át það sem fyrir hann var lagt þannig að hún bakaði alltaf 6falda uppskrift og svo lá ég í stömpunum framyfir nýár. Nú, ég fékk þessa uppskrift og lagði af stað í baksturinn full sjálfstrausts þó enga ætti ég nú hrærivélina því ég átti þennan afbragðsgóða handþeytara og með hann að vopni var skellt í eina tvöfalda uppskrift. Ég ætla ekki að útlista árangurinn, segi aðeins að þessi tilraun var ekki endurtekin og hún móðir mín elskuleg hefur séð um það hingað til að ég geti haldið jól með þeim smákökum sem til þarf. Þangað til í gærkvöldi að hún Júlía mín tók sig til og bakaði kökurnar með glæsibrag! Alein og óstudd! Svei mér þá ef þær eru ekki bara betri en hjá mömmu og það má ég segja því mamma kann ekki á tölvu og því síður að hún skoði þetta blogg og þið þegið yfir því að ég hafi gefið út þessa yfirlýsingu. Svo að Helga mín, sorry en Júlía er best og þú ættir nú bara að skella á þig svuntu og læra soldið að baka af henni litlu systur þinni svona við tækifæri. Ekki þýðir að suða í mér, þegar þú ferð að halda jól, um að baka fyrir þig og ef þú ætlar að suða í Júlíu um það þá þarftu að fara í röð á eftir mér!!
Bless í Bili
Ljón í smákökuhamingjufíling!
Ekkert varð af fyrirhuguðu jólahlaðborðsáti í húsi vændisins, s.s Rauða húsinu (man enn eftir feita ameríkananum sem kom arkandi inn á Rauða Húsið "The Red House" og spurði í forundran "where are all the whores??)en þar sem ættmóðirin mikla Elsa Backman efndi til matarboðs í tilefni af jólunum og afmælinu sínu ákváðum við að það mætti ekki framhjá okkur fara. Og ekki sveik maturinn hjá henni blessaðri.
En að máli málanna. Þegar maður á börn, fleiri en eitt, er bókað mál og eitt kemur til með að skara fram úr hinum. Jamm Helga mín, sættu þig við það, Júlía er skörungurinn í systkinahópnum og þið hin, þið eruð svo lítil að þið hafið ekki vit á að fara í fýlu þó ég segi þetta.. Málið er einfalt. Þegar ég bjó á Grensásveginum í gamla daga, (fimmtán árum síðan) gerði ég heiðarlega tilraun fyrir jól að baka þær kökur sem hafa gert jólin mín að jólum alla mína hunds- og kattartíð. Mamma mín var hætt að baka fleiri tegundir af smákökum því ég át bara þessa einu og pabbi át það sem fyrir hann var lagt þannig að hún bakaði alltaf 6falda uppskrift og svo lá ég í stömpunum framyfir nýár. Nú, ég fékk þessa uppskrift og lagði af stað í baksturinn full sjálfstrausts þó enga ætti ég nú hrærivélina því ég átti þennan afbragðsgóða handþeytara og með hann að vopni var skellt í eina tvöfalda uppskrift. Ég ætla ekki að útlista árangurinn, segi aðeins að þessi tilraun var ekki endurtekin og hún móðir mín elskuleg hefur séð um það hingað til að ég geti haldið jól með þeim smákökum sem til þarf. Þangað til í gærkvöldi að hún Júlía mín tók sig til og bakaði kökurnar með glæsibrag! Alein og óstudd! Svei mér þá ef þær eru ekki bara betri en hjá mömmu og það má ég segja því mamma kann ekki á tölvu og því síður að hún skoði þetta blogg og þið þegið yfir því að ég hafi gefið út þessa yfirlýsingu. Svo að Helga mín, sorry en Júlía er best og þú ættir nú bara að skella á þig svuntu og læra soldið að baka af henni litlu systur þinni svona við tækifæri. Ekki þýðir að suða í mér, þegar þú ferð að halda jól, um að baka fyrir þig og ef þú ætlar að suða í Júlíu um það þá þarftu að fara í röð á eftir mér!!
Bless í Bili
Ljón í smákökuhamingjufíling!
3 Comments:
Óskaplega á ég bágt með að trúa því að baksturinn vefjist fyrir þér, en gott hjá þeirri stuttu að bjarga sér...
Kveðja
Skúli Þór
mamma þú ert ******heft!!
-Helga !
æjá ég veit, soldið skrýtin en þú ert líka best elskan og ég tek þetta allt til baka......Helga ha
Skrifa ummæli
<< Home