Jamm og jæja......
..... helgin að baki, enn einu sinni. Von er á Heiðunni til landsins alla leið frá landi Danans og vona ég svo sannarlega að hún taki hús á mér. Er búin að stúdera matseðil pylsuvagnsins af því tilefni sem og að finna til helstu tónlistina, sem er náttla Grýlurnar og Prins.
Það er komið mjög skemmtilegt bókmenntalegt tímabil hjá mér núna en þeir sem eitthvað þekkja til vita að mér finnst mjög gaman að lesa. Tímabil Rauðu Seríunnar er liðið í bili, það tímabil kemur reyndar alltaf aftur og aftur og varir í misjafnlega langan tima.
Ég er skráð í ansi góðan bókaklúbb, Neon klúbburinn heitir hann og Bókaútgáfan Bjartur hefur veg og vanda af honum. Og ég þóttist hafa dottið í lukkupottinn um daginn þegar bók mánaðarins datt inn um lúguna hjá mér. Snákar og eyrnalokkar heitir hún og er eftir japanska höfundinn Hitomi Kanehar. Hún var aðeins 19 ára þegar hún skrifaði þessa bók. Ég hafði aldrei lesið neitt eftir japanska höfunda en alltaf langað til og eins og ég geri alltaf áður en ég byrja lesninguna sneri ég bókinni við og las kynninguna. Og eftirvæntingin jókst, bókin hafði fengið ein virtustu bókmenntaverðlaun japans og eins og segir aftan á kápunni "Snákar og eyrnalokkar gefur heillandi en um leið ógnvekjandi innsýn í líf ungs fólks í Tokyo."
Þvílíkt og annað eins. Bókina las ég á einu kvöldi og ætla ALDREI til Japans! Það sem bókin fjallaði um var:
Drykkfellt par
sem dópar og stundar "óhefðbundið kynlíf"
Menn eru drepnir og tennur dregnar úr líkunum með handafli einu saman
Kynlíf sadista með masókista. Ansi hreint HEILLANDI lýsingar af því.
Parið lætur kljúfa í sér tunguna
Maður sem lætur í ljós löngun sina til að drepa og fær kynferðislega fullnægju við tilhugsunina
Svona mætti þónokkuð lengi upp telja.
"Snákar og eyrnalokkar gefur heillandi en um leið ógnvekjandi innsýn í líf ungs fólks í Tokyo."
Ef þetta er það sem ungt fólk í Japan er að glíma við þá segi ég eins og afi gamli i Vatnsholti sagði "heimur versnandi fer".
Mæli með að þið lesið Tryggðapantinn eftir Auði Jónsdóttur, Hugarfjötur eftir Paulo Chelho og Alkemistann eftir sama höfund.
1 Comments:
Ég mæli nú frekar með Tinna, engin perra háttur þar á ferð. Hlakka til kvöldsins við grjót neglum þetta sæta mín.
Skrifa ummæli
<< Home