miðvikudagur, janúar 23, 2008

Nýjustu fréttir af stórskotaliðinu í Heimahaganum...................

Aðfaraótt þriðjudags lögðumst við mæðgur í ælupest..... alllar í einu:)

Ældum í kross og láum svo eins og skötur í allan gærdag.

Björninn var á næturvakt í rvk, komst ekki heim sökum veðurs í gærmorgun svo að hann fór heim til pabba síns og ætlaði aðeins að hinkra af sér veðrið.......

tókst ekki betur til en svo a hann byrjaði líka að æla og lagðist í rúmið hjá pabba sínum og kom ekki heim fyrr en seint í gærkvöldi......

við illan leik.

annars er svo sem ekkert að frétta

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ Bjössafrú.

Voðalegt heilsuleysi er þetta hjá ykkur, vonandi eruð þið nú búin að ná ykkur af þessu. Tengdapabbi þinn hefur nú verið bærilega heppinn að fá Bjössa til sín með þessa pest og fá að hjúkra barninu sínu þó það sé orðið þetta fullorðið, hehe.

Bestu kveðjur að austan til ykkar hjóna.

10:01 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home