Hrikalega langt blogg og erfitt yfirferðar....
ohhh ég er svo brjáluð að ég verð að gargaaaaa!!!!
Eins og svo margir vita þá er hann pabbi minn orðinn mikill sjúklingur, hann er með parkinsonveiki og hjartasjúklingur og svo er margt annað sem hrjáir hann sem tengist þessu tvennu.
En allavega, nú er málin þannig að heilsunni hefur hrakað ansi hratt og hann á orðið erfitt með að athafna sig hjálparlaust, sérstaklega á næturnar og á morgnana þar sem mátturinn í fótunum er sama og enginn og ég afréð það loks í samráði við mömmu og mín systkini og heimilislækninn hans pabba að impra á, hvort ekki væri kominn tími til að sækja um pláss á hjúkrunarheimili. Ekki það að okkur finnist sá tími kominn að hann þurfi þess í dag en mér fannst það betra að hann ætti umsókn þar sem biðlisti er langur, sérstaklega ef hann er með einhvern ákveðinn stað í huga.
Og það vill svo heppilega til að þar sem þau búa í nýju blokkinni í Grænumörk, (svona kommúna aldraðra fyrir þá sem ekki vita) þá er verið að taka í notkun nýtt hjúkrunarheimili með öllum þeim þægindum sem eiga að vera fyrir aldraða.
Og pabba fannst þetta brilliant, eins og mér var nú búið að kvíða fyrir að impra á þessu við hann. Hann sá þetta náttla alveg fyrir sér, gatan myndi aðskilja hann og mömmu yfir blánóttina en svo gæti hún trítlað yfir til hans á daginn eða hann til hennar þegar hann treysti sér til, svo gæt þau horft yfir til hvors annars í gegnum gluggana. Því það sem olli honum og mömmu hvað mestum áhyggjum var að þau þyrftu að vera aðskilin síðustu árin sín og gætu kannski litlum sem engum samvistum eytt.
Nú tók við heljarinnar ferli. Ég fyllti út umsókn, tíundaði í smáatriðum allt sem pabbi þarf aðstoð við, bæði frá okkur mömmu og systkinunum og frá heilsugæslunni og svo kom hjúkrunarfræðingur og fór í gegnum það sama og þetta ferli tók tæpa viku í vinnslu og fimmtudaginn síðasta, fyrir akkúrat viku síðan, var umsóknin klár. Mér var létt og pabba vissulega og mömmu.
Leið nú helgin, á þriðjudag er svo hringt, þá var það umræddur hjúkrunarfræðingur, sá sem hafði fyrir helgi heimsótt þau, og hann hafði fréttir að færa. Hann hafði sko verið á fundi með heilbrigðisráðherra þar sem farið var yfir breytingar á ferli hjúkrunarheimilanna og nú er ekki hægt að eiga svona umsókn inni á biðlista til seinni tíma. Umsókninni hans pabba verður sem sé hent!
Og hvað gerist þá, þegar að því kemur að hann sækir um og þarf að komast inná stofnun spurði ég. Jú þá verður fundið út hvar sé laust og þangað fer hann sem plássið er! Sem sé á Stokkseyri eða Hveragerði eða jafnvel Kirkjubæjarklaustur sem ku vera sérlega góður staður fyrir parkinsonsjúklinga!
Staðan hans pabba er verri en áður því nú VEIT hann að þetta er allt ótryggt og allt til einskis unnið og allsendis óvíst að þau mamma geti verið saman eins og þau hafa verið í rúm 50 ár. Meira að segja minni líkur á því heldur en hitt.
Og nú veit ég ekki hvað skal gera. En það er alveg klárt að þetta get ég ekki sætt mig við, parkinsonsjúkdómur er álagstengdur að vissu leyti. Öll óvissa og kvíði legst sérstaklega illa í pabba og hjúkkan sagði að við sem að honum stæðu yrðum að vera jákvæð og peppa hann upp svo hann færi nú ekki að hafa áhyggjur af þessu. Ég var með ælupest, og skildi þetta ekki en er búin að ná þessu núna. Hvurslags andskotans þjóðfélag er þetta orðið?!
Og hvað á ég að gera? Á ég að panta viðtal hjá Árna Matt og bjóða honum atkvæði mitt og systkinanna og pabba og mömmu? Ætli hann gæti þá tryggt honum skjól á þessum komandi erfiðu árum? Í gamla daga var þetta fyrirkomulag svona, þeir sem samböndin höfðu gátu valið sér búsetu á efri árum, hinir voru sendir eitthvert. Og þess vegna voru tekin upp biðlistakerfin, til að allir ættu sama rétt. Nú er gamla kerfið aftur komið á. Það verður pottþétt kjaftfullt útúr dyrum á þessu nýja hjúkrunarheimili næstu áratugina og fróðlegt að sjá hvernig raðað verður í þau pláss.
Ég þarf hinsvegar að fara að draga upp stríðshanskann og tileinka mér bardagaaðferðir sem notaðar voru í gamla daga, komast í samband við einhvern sem þekkir einhvern o.s.frv.
Ég verð að lokum að bæta því við að ég skammast mín fyrir þá pólitíkusa sem nú fara með völd, það liggur við að stjórnmálalega séð skammist ég mín fyrir að vera íslendingur. Reykjavíkurhistorian sannar það og ég hélt að við værum slæm hér í Árborg. Þessir pólitíkusar eru eins og leikarar í farsa eftir Dario Fo, verst er að það finnst þetta engum fyndið. Og ég er ansi hrædd um að borgarbúar séu ekki búnir að bíta úr nálinni með þennan nýja borgarstjóra.
Púfff
Ég verð að lokum að bæta því við að ég skammast mín fyrir þá pólitíkusa sem nú fara með völd, það liggur við að stjórnmálalega séð skammist ég mín fyrir að vera íslendingur. Reykjavíkurhistorian sannar það og ég hélt að við værum slæm hér í Árborg. Þessir pólitíkusar eru eins og leikarar í farsa eftir Dario Fo, verst er að það finnst þetta engum fyndið. Og ég er ansi hrædd um að borgarbúar séu ekki búnir að bíta úr nálinni með þennan nýja borgarstjóra.
Púfff
1 Comments:
Hæ Lilja, vona að mér takist að commenta núna. Sendu þetta blogg til Árna Matt og til Jóhönnu Sig líka.Ljóti andsk.....skrípaleikurinn sem þjóðin býr við. Kveðja í kotið, Tóta.
Skrifa ummæli
<< Home