Þriðjudagurinn 4. nóvember 2008
Ég fór að sofa um leið og litlu krakkarnir í gærkvöldi, það var mjög ómeðvituð ákvörðun og rumskaði ég um 10 leytið, náði að bursta tennurnar og svo aftur undir sæng til að sofa meira.
Ég elska að sofa og sofna yfirleitt snemma á kvöldin.
Hins vegar hrökk ég upp rétt eftir miðnætti við að einhver hrópaði :
“PUT YOUR HANDS UP, CLEAR THE AREA!!!”
Já nei, yfirvaldið var ekki mætt undir sæng og allt virtist með kyrrum kjörum svo ég hélt mig hafa dreymt þetta og lagðist aftur til svefns.
EN ég var aftur vakin, óþyrmilega, og nú var öskrað:
“!DROP YOUR GUNS!!!”
Ég stóð upp og leit í rúm drengsins mins og viti menn, hann hafi haft með sér í svefninn Action manninn sinn, og hafði lagst oná hann og þrýsti takkanum á kallinum ofaní dýnuna.
Ég fór fram og fékk mér megrunarkex með súkkulaði!
Helgin var flott, við horfðum á slatta af dvd og eikkvað og ég saumaði pallíettusaum.
Þrátt fyrir afslöppun átti ég erfitt með að sofa, hausinn á mér hringsnérist í einhverju bulli og ætla ég að kaupa mér USB lykil og koma þessu rugli útúr hausnum á mér í eitt skipti fyrir öll. Síðan ætla ég að plata einhvern til að lesa bullið og sálgreina.
Ég óska hér með eftir sjálfboðaliða í það!
Over and out og þangað til næst
Ljónið með hausinn í hrærigraut og kanil útá!
Ég elska að sofa og sofna yfirleitt snemma á kvöldin.
Hins vegar hrökk ég upp rétt eftir miðnætti við að einhver hrópaði :
“PUT YOUR HANDS UP, CLEAR THE AREA!!!”
Já nei, yfirvaldið var ekki mætt undir sæng og allt virtist með kyrrum kjörum svo ég hélt mig hafa dreymt þetta og lagðist aftur til svefns.
EN ég var aftur vakin, óþyrmilega, og nú var öskrað:
“!DROP YOUR GUNS!!!”
Ég stóð upp og leit í rúm drengsins mins og viti menn, hann hafi haft með sér í svefninn Action manninn sinn, og hafði lagst oná hann og þrýsti takkanum á kallinum ofaní dýnuna.
Ég fór fram og fékk mér megrunarkex með súkkulaði!
Helgin var flott, við horfðum á slatta af dvd og eikkvað og ég saumaði pallíettusaum.
Þrátt fyrir afslöppun átti ég erfitt með að sofa, hausinn á mér hringsnérist í einhverju bulli og ætla ég að kaupa mér USB lykil og koma þessu rugli útúr hausnum á mér í eitt skipti fyrir öll. Síðan ætla ég að plata einhvern til að lesa bullið og sálgreina.
Ég óska hér með eftir sjálfboðaliða í það!
Over and out og þangað til næst
Ljónið með hausinn í hrærigraut og kanil útá!
2 Comments:
hey ég skal dávnlóda þessu á minn haus... þar er alltaf ládeyða :o)
Knuz heiðagella
ohh það væri nú munur að geta sent þer allt bullið:)
Skrifa ummæli
<< Home