it´s the end of the world...
.... as we know it....!
3. sumarið af síðastliðnum 4 sumrum sem fer í flutninga.
Ég hamast við að pakka og flytja drasl á milli.... endalaust.. frá morgni til kvölds.
Og milli þess sem dót er látið detta oní kassa eða skúffu, reikar hugurinn fram og tilbaka aftur og stundum langt aftur í tímann.
Það er getur verið erfitt að pakka niður liðnum tíma, jafnvel með það í huga þessi tími verði ekki tekinn til endurskoðunar í bráð. Þess vegna pakka ég hratt og hnitmiðað... öllu er fleygt niður í eitthvað til að geyma það í og reyni ég að hugsa sem minnst um notagildi þar sem erfitt er að ákveða hverju skal halda og hverju skal farga.
Til þess þarf ég meiri fjarlægð... meiri tíma... meira næði, næði til að hlæja, ellegar gráta... allt eftir því sem við á.
Og þó undarlegt megi virðast er léttir að stíga á skipsfjöl.... allavega ennþá. Loks hef ég markmið sem ég hef svo lengi beðið eftir að geta sett mér. Með fullt fangið af góðvild þeirra sem standa mér næst ætla ég að halda utan og læra, þó ég sé kannski að falla á tíma. Það er ekkert töff við það að klára nám til þess eins og taka á móti ellilífeyri.
Það eru undarlegir straumar í kringum þessa flutninga. Tilhlökkun og stress, áhyggjur af að standa sig ekki og áhyggjur af röngum ákvarðanatökum. Ég virðist hafa tapað þeim eiginleika að hlusta á hjartað og láta svo skynsemina ráða för.... nú takast þessi tvö öfl á og hvorugt hefur betur. Því hef ég fengið skynsemina lánaða annars staðar frá... frá mér reyndari aðilum og allir hvetja mig áfram.... "nú er lag".
Og ef satt skal segja vantar mig að vita hvar ég á heima... og hverjum ég tilheyri. Hef aldrei talið mig selfyssing og hef ekki talið mig hafa beinlínis taugar til sveitinnar minnar, þó er alltaf gott að taka hring í Villingaholtshreppnum og kannski enda ég þar... sem hænsnabóndi eða eitthvað álíka gáfulegt.
Eftir viku verð ég farin og veit ekki hvenær ég kem aftur ....
Svo dramatíst sem það er nú......
3. sumarið af síðastliðnum 4 sumrum sem fer í flutninga.
Ég hamast við að pakka og flytja drasl á milli.... endalaust.. frá morgni til kvölds.
Og milli þess sem dót er látið detta oní kassa eða skúffu, reikar hugurinn fram og tilbaka aftur og stundum langt aftur í tímann.
Það er getur verið erfitt að pakka niður liðnum tíma, jafnvel með það í huga þessi tími verði ekki tekinn til endurskoðunar í bráð. Þess vegna pakka ég hratt og hnitmiðað... öllu er fleygt niður í eitthvað til að geyma það í og reyni ég að hugsa sem minnst um notagildi þar sem erfitt er að ákveða hverju skal halda og hverju skal farga.
Til þess þarf ég meiri fjarlægð... meiri tíma... meira næði, næði til að hlæja, ellegar gráta... allt eftir því sem við á.
Og þó undarlegt megi virðast er léttir að stíga á skipsfjöl.... allavega ennþá. Loks hef ég markmið sem ég hef svo lengi beðið eftir að geta sett mér. Með fullt fangið af góðvild þeirra sem standa mér næst ætla ég að halda utan og læra, þó ég sé kannski að falla á tíma. Það er ekkert töff við það að klára nám til þess eins og taka á móti ellilífeyri.
Það eru undarlegir straumar í kringum þessa flutninga. Tilhlökkun og stress, áhyggjur af að standa sig ekki og áhyggjur af röngum ákvarðanatökum. Ég virðist hafa tapað þeim eiginleika að hlusta á hjartað og láta svo skynsemina ráða för.... nú takast þessi tvö öfl á og hvorugt hefur betur. Því hef ég fengið skynsemina lánaða annars staðar frá... frá mér reyndari aðilum og allir hvetja mig áfram.... "nú er lag".
Og ef satt skal segja vantar mig að vita hvar ég á heima... og hverjum ég tilheyri. Hef aldrei talið mig selfyssing og hef ekki talið mig hafa beinlínis taugar til sveitinnar minnar, þó er alltaf gott að taka hring í Villingaholtshreppnum og kannski enda ég þar... sem hænsnabóndi eða eitthvað álíka gáfulegt.
Eftir viku verð ég farin og veit ekki hvenær ég kem aftur ....
Svo dramatíst sem það er nú......
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home