Og við svífum saman öll útí geiminn.........
Það eru víst búin jólin
Og nú er sá tími ársins sem er hvað svartastur hjá mér
Og ég er mætt í vinnu í dag, þó svo að morgnanir séu erfiðir og augnlokin þung
Það hefur ósköp lítið á okkar daga drifið.... og þó
Yfirvaldið fékk vinnu á Selfossi þannig að vesturland verður að bíða í bili
Alir voða glaðir með það
Jólin gengu slysalaust fyrir sig og voru með þeim skemmtilegri sem ég man eftir
Það var hrikalega mikið spilað, Risk og Kani og S-spilið sem Helgi kenndi okkur.
Helga mín er byrjuð í MH og í Söngskólanum og fer vel af stað
Júlía hefur meir en nóg að stússast og litlu krílin eru hress og kát
Allt gengur sinn vanagang nema kannski ég sem sakna jólanna og umstangsins
Og þess að hafa eitthvert tilhlökkunarefni
Janúar og febrúar hafa alltaf verið mér hundleiðinlegir, ekkert að gerast, ekkert að fara að gerast o.s.frv. Núverandi ástand lífs míns hentar mér ágætlega en að fenginni reynslu þarf ekki mikið til að rugga bátnum og ég kvíði þeirri stundu að þurfa jafnvel að sitja eftir og láta mér leiðast. Ég veit þetta er illskiljanlegt þeim sem lesa ef einhverjir eru, en það verður bara að hafa það
Í vor verð ég án vinnu, þarf enn og aftur að herja á ný mið.
En næsta haust verður spennandi svo ekki sé meira sagt.................
Nóg um þetta allt
Ég er farin að stunda hollt líferni, búin að kaupa mér hlaupaskó og hleyp með yfirvaldinu þegar tækifæri gefst. Þess utan á ég kort í ræktina sem ég reyni að nýta mér líka þegar færi gefst. Með þessu öllu er ég farin að borða hollan og góðan mat og myndi ganga ágætlega ef að sjúkraflutningamaðurinn væri ekki alltaf að freista mín með ferðum í pylsuvagninn og Subway:) síðan eru spilakvöldin full af súkkulaði og alls kyns sælgæti.
Ég nenni ekki meir
Er löt
L
P.s. ......er ást í tunglinu.............?
Og nú er sá tími ársins sem er hvað svartastur hjá mér
Og ég er mætt í vinnu í dag, þó svo að morgnanir séu erfiðir og augnlokin þung
Það hefur ósköp lítið á okkar daga drifið.... og þó
Yfirvaldið fékk vinnu á Selfossi þannig að vesturland verður að bíða í bili
Alir voða glaðir með það
Jólin gengu slysalaust fyrir sig og voru með þeim skemmtilegri sem ég man eftir
Það var hrikalega mikið spilað, Risk og Kani og S-spilið sem Helgi kenndi okkur.
Helga mín er byrjuð í MH og í Söngskólanum og fer vel af stað
Júlía hefur meir en nóg að stússast og litlu krílin eru hress og kát
Allt gengur sinn vanagang nema kannski ég sem sakna jólanna og umstangsins
Og þess að hafa eitthvert tilhlökkunarefni
Janúar og febrúar hafa alltaf verið mér hundleiðinlegir, ekkert að gerast, ekkert að fara að gerast o.s.frv. Núverandi ástand lífs míns hentar mér ágætlega en að fenginni reynslu þarf ekki mikið til að rugga bátnum og ég kvíði þeirri stundu að þurfa jafnvel að sitja eftir og láta mér leiðast. Ég veit þetta er illskiljanlegt þeim sem lesa ef einhverjir eru, en það verður bara að hafa það
Í vor verð ég án vinnu, þarf enn og aftur að herja á ný mið.
En næsta haust verður spennandi svo ekki sé meira sagt.................
Nóg um þetta allt
Ég er farin að stunda hollt líferni, búin að kaupa mér hlaupaskó og hleyp með yfirvaldinu þegar tækifæri gefst. Þess utan á ég kort í ræktina sem ég reyni að nýta mér líka þegar færi gefst. Með þessu öllu er ég farin að borða hollan og góðan mat og myndi ganga ágætlega ef að sjúkraflutningamaðurinn væri ekki alltaf að freista mín með ferðum í pylsuvagninn og Subway:) síðan eru spilakvöldin full af súkkulaði og alls kyns sælgæti.
Ég nenni ekki meir
Er löt
L
P.s. ......er ást í tunglinu.............?
2 Comments:
er ekki allraf ást í þínu tungli Lilja mín..
sko febrúar er ekkil leiðinlegur mánuður Lilja mín, þá á ég nebbilega afmæli.... og það er ekkert annað en 25 ára afmæli (aftur og enn) sem er á dagskrá þann 1.feb.
þér er hér með boðið, án barna :o)
luvjú
Heiðagella
Skrifa ummæli
<< Home