Ég man þá tíð.....
.......hvað allt var einfalt í gamla daga, þegar ég var lítil sko. Sem er náttla ekkert endilega í gamla daga. Ég er nefnilega ekkert svo gömul. Eða þannig........
Alla vega, tökum dæmi.
Sjónvarpsútsendingar.
Ég man eftir því þegar sjónvarpið heima hjá mér var svart/hvítt. Jamm ég er svona gömul. Þetta var eitthvað voða flott tegund, His masters voice, stórt og mikið og var með krómuðum fótum. Þetta var ágætis sjónvarp nema hvað það geisaði oft óveður og stórhríð í þessu sjónvarpi og þá var pabbi sendur upp á þak að snúa einhverri greiðu og mamma stóð við opinn gluggann í sjónvarpsherberginu og gólaði einhver vísindi upp til pabba. Þetta var í þá daga og allir ánægðir, nema kannski mamma sem hafði mörg orð um það að það mætti nú festa greiðuna betur svo myndin yrði skýrari og eitthvað en pabbi ansaði því ekki og fór reglulega uppá þak.
Svo dó sjónvarpið, allir hinir bæirnir í sveitinni komin með svokölluð litasjónvörp og ég sá sæng mína útbreidda. Orðin hundleið á að vera eini krakkinn í skólanum sem ekki gat horft á Tomma og Jenna í lit. En nei nei. Heiða frænka gaf okkur sjónvarpið sitt, því Kiddi maðurinn hennar kom heim úr einhverri siglingunni með svaka flott litasjónvarp og því var hitt orðið óþarft. Og svart/hvíta sjónvarpið hennar Heiðu var enn fornfálegra en gamla okkar, þetta var lítið og kassinn var úr einhverjum viði eða plasti og ég hafði miklar áhyggjur af því að skjárinn myndi ekki rúma alla myndina þannig að ég sæi kannski bara helminginn af því sem ætti að vera á skjánum. Þetta sjónvarp virkaði hálf illa, sá eini sem gat ræst það til lífs var Einsi bróðir og hann var ekki alltaf heima. Ég stúderaði soldið hans aðferðir við þetta tæki, tók t.d. eftir því að hann tautaði alltaf eitthvað við það eins og: “Reyndu nú að lafa í gangi út kvöldið”. Eða:” Þú ert nú meira apparatið”. Ég tók upp á því að reyna sjálf að tala sjónvarpið til þegar enginn sá og jafnvel klappa því soldið en ekkert gerðist og hálfu ári seinna dó þetta tæki líka enda var það beinlínis orðið hættulegt og eldhætta af því.
Nú voru góð ráð dýr. Við pabbi fórum á Selfoss og inn í MM búðina sem Ægir nokkur Magg rak og löbbuðum út með RISA stórt sjónvarp með tölvuskjá og snertitökkum og SKART TENGI sem engin vissi hvað var. (Ég tek það fram að hann faðir minn spurði virkilega hvort ekki væri hægt að kaupa svart/hvítt sjónvarp og manngreyið horfði á hann í forundran) Og aftur var Einsi kallaður til því manualinn var á ensku og þetta var allt voða flókið og viti menn! Tommi og Jenni birtust í lit!
Þetta voru dýrðardagar, það snjóaði stundum í þessu sjónvarpi líka en pabbi var duglegur að príla upp á þak og ég fékk það hlutverk að standa við gluggann og góla upp til hans.
Síðan er liðin heil tækniöld. Enginn prílar lengur upp á þak og sjónvörpin eru hætt að snjóa. Og ef það drepst á útsendingunni þá er EKKERT HÆGT AÐ GERA!!!
Ég nefnilega lenti í því í gær af öllum dögum. Greys í sjónvarpinu um kvöldið sem og Meistaradeild Evrópu, Arsenal og United í hörku slag. Ég er með sjónvarpið í gegnum ADSL og var að skipta um netaðila, færa mig frá Tal yfir í Vodafone. Og eitthvað gekk það brösulega. Tal sagði upp adsl línunni minni þannig að netið og sjónvarpið datt út, Vodafone hafði þar með enga línu til að tengja inná og eftir 40 mínútna bið í símanum var mér sagt að hringja í Símann! Ekki veit ég hvað þetta kom þeim við og ég endaði á því að rifta öllum mínum samningum við Vodafone sem og við Tal. Sótti um tengingu hjá Símanum sem þýðir að ég þarf að vera sjónvarpslaus og netlaus í heila 3 daga, að minnsta kosti!
Ég hélt að tæknin ætti að auðvelda okkur lífið en þetta er náttúrulega bara bull og hreinlega skaðlegt minni andlegu geðheilsu. Ég er að spá í að kaupa mér loftnet og stigann á ég, svo verður yfirvaldið bara að hendast upp á þak næst þegar snjóar.
Alla vega, tökum dæmi.
Sjónvarpsútsendingar.
Ég man eftir því þegar sjónvarpið heima hjá mér var svart/hvítt. Jamm ég er svona gömul. Þetta var eitthvað voða flott tegund, His masters voice, stórt og mikið og var með krómuðum fótum. Þetta var ágætis sjónvarp nema hvað það geisaði oft óveður og stórhríð í þessu sjónvarpi og þá var pabbi sendur upp á þak að snúa einhverri greiðu og mamma stóð við opinn gluggann í sjónvarpsherberginu og gólaði einhver vísindi upp til pabba. Þetta var í þá daga og allir ánægðir, nema kannski mamma sem hafði mörg orð um það að það mætti nú festa greiðuna betur svo myndin yrði skýrari og eitthvað en pabbi ansaði því ekki og fór reglulega uppá þak.
Svo dó sjónvarpið, allir hinir bæirnir í sveitinni komin með svokölluð litasjónvörp og ég sá sæng mína útbreidda. Orðin hundleið á að vera eini krakkinn í skólanum sem ekki gat horft á Tomma og Jenna í lit. En nei nei. Heiða frænka gaf okkur sjónvarpið sitt, því Kiddi maðurinn hennar kom heim úr einhverri siglingunni með svaka flott litasjónvarp og því var hitt orðið óþarft. Og svart/hvíta sjónvarpið hennar Heiðu var enn fornfálegra en gamla okkar, þetta var lítið og kassinn var úr einhverjum viði eða plasti og ég hafði miklar áhyggjur af því að skjárinn myndi ekki rúma alla myndina þannig að ég sæi kannski bara helminginn af því sem ætti að vera á skjánum. Þetta sjónvarp virkaði hálf illa, sá eini sem gat ræst það til lífs var Einsi bróðir og hann var ekki alltaf heima. Ég stúderaði soldið hans aðferðir við þetta tæki, tók t.d. eftir því að hann tautaði alltaf eitthvað við það eins og: “Reyndu nú að lafa í gangi út kvöldið”. Eða:” Þú ert nú meira apparatið”. Ég tók upp á því að reyna sjálf að tala sjónvarpið til þegar enginn sá og jafnvel klappa því soldið en ekkert gerðist og hálfu ári seinna dó þetta tæki líka enda var það beinlínis orðið hættulegt og eldhætta af því.
Nú voru góð ráð dýr. Við pabbi fórum á Selfoss og inn í MM búðina sem Ægir nokkur Magg rak og löbbuðum út með RISA stórt sjónvarp með tölvuskjá og snertitökkum og SKART TENGI sem engin vissi hvað var. (Ég tek það fram að hann faðir minn spurði virkilega hvort ekki væri hægt að kaupa svart/hvítt sjónvarp og manngreyið horfði á hann í forundran) Og aftur var Einsi kallaður til því manualinn var á ensku og þetta var allt voða flókið og viti menn! Tommi og Jenni birtust í lit!
Þetta voru dýrðardagar, það snjóaði stundum í þessu sjónvarpi líka en pabbi var duglegur að príla upp á þak og ég fékk það hlutverk að standa við gluggann og góla upp til hans.
Síðan er liðin heil tækniöld. Enginn prílar lengur upp á þak og sjónvörpin eru hætt að snjóa. Og ef það drepst á útsendingunni þá er EKKERT HÆGT AÐ GERA!!!
Ég nefnilega lenti í því í gær af öllum dögum. Greys í sjónvarpinu um kvöldið sem og Meistaradeild Evrópu, Arsenal og United í hörku slag. Ég er með sjónvarpið í gegnum ADSL og var að skipta um netaðila, færa mig frá Tal yfir í Vodafone. Og eitthvað gekk það brösulega. Tal sagði upp adsl línunni minni þannig að netið og sjónvarpið datt út, Vodafone hafði þar með enga línu til að tengja inná og eftir 40 mínútna bið í símanum var mér sagt að hringja í Símann! Ekki veit ég hvað þetta kom þeim við og ég endaði á því að rifta öllum mínum samningum við Vodafone sem og við Tal. Sótti um tengingu hjá Símanum sem þýðir að ég þarf að vera sjónvarpslaus og netlaus í heila 3 daga, að minnsta kosti!
Ég hélt að tæknin ætti að auðvelda okkur lífið en þetta er náttúrulega bara bull og hreinlega skaðlegt minni andlegu geðheilsu. Ég er að spá í að kaupa mér loftnet og stigann á ég, svo verður yfirvaldið bara að hendast upp á þak næst þegar snjóar.
Þökk sé þeim sem nenntu að lesa..........
2 Comments:
Alltaf jafn skemmtilegir pistlar hjá þér Lilja mín og vakti margar minnigar af því þegar að maður þurfti að lemja duglega í sjónarpið til að ná því í gang.
Kveðja
Skúli Þór
mér líst vel á thessa þakuppáferð sem þú ert að planleggja fyrir hann Bjössa. passaðu bara að setja stóra dýnu fyrir neðan, ef hann skyldi nú detta
knuz Heiða
Skrifa ummæli
<< Home