Sannleikurinn um Gaddafi
Í skýrslu Sameinuðu Þjóðanna frá snemma árs 2011 koma ýmsar staðreyndir fram sem hingað til voru ekki á allra vitorði og jafnvel verið stungið undir stól af yfirvöldum vestrænna ríkja. Í skýrslunni er meðal annars rætt um þær miklu félagslegu úrbætur sem Gaddafi kom á. Til að mynda var öll læknisþjónusta frí ásamt menntun á öllum stigum. Komið var á félagslegu bótakerfi fyrir aldraða, öryrkja og langveika landsmenn. Réttindi kvenna voru mun meiri en í öðrum löndum arabaheimsins. Við giftingu fengu hjón um 50 þúsund dollara styrk til húsnæðiskaupa, raforka var frí og eldsneyti mjög ódýrt ef ekki frítt.
Í skýrslu Sameinuðu Þjóðanna kemur ennfremur fram að það séu ekki framin mannréttindabrot í Líbýu. Sem var einmitt opinber ástæða þess að hinn vestræni heimur taldi sig knúin til þess að
grípa inní og bjarga landinu frá harðstjórn hans. Samkvæmt skýrslunni er þetta ríki talið mjögframarlega í mannréttindamálum í Miðausturlöndum ef ekki víðar.Líbýa var eitt fátækasta ríki heims áður en Gaddafi komst til valda. Honum tókst að færa þetta land inní nútímann og nú er auður Líbíu talinn vera gríðarlega mikill og landið skuldlaust. Þá vaknar upp sú spurning, hvers vegna er verið að myrða leiðtoga sem hefur náð að færa heila þjóð til nútímans aftur úr steinöld?
Það er einkennileg sú staðreynd að þau lönd sem Bandaríkjamenn hafa fundið sig knúna til aðbjarga frá „grimmilegum“ einræðisherrum skuli öll vera rík af olíu og að seðlabankar þeirra tengjast ekki bankakerfi heimsins. Það að Seðlabanki Líbýu sé ekki tengdur alþjóða fjármálamörkuðum þýðir að gróði seðlabankans skilar sér ekki út í alþjóðahagkerfið. Seðlabanki Líbýu er því ekki gróðamylla heldur er hann einungis til þess ætlaður að halda utanum fjármálakerfi líbýsku þjóðarinnar. Sem maður mynda ætla að væri einmitt hlutverk seðlabanka hverrar þjóðar.
Það er einkennileg sú tilviljun að einmitt á þeim tímapunkti sem uppreisnarmenn láta að sér kveða gegn Gaddafi er hann að gefa það út að vilja fá greitt fyrir olíuna í gulli en ekki í dollurum. Það er líka furðuleg staðreynd að Bandaríkjamenn hafa gefið það út að eftir að hafa fryst eigur Gaddafis verður aðeins tæplega helmingnum skilað aftur til líbýsku þjóðarinnar.
Einsleit fréttamennska
Vestrænir fréttamiðlar hafa verið duglegir við að lýsa ástandinu í Líbíu fyrir alþjóð. Gaddafi er lýst sem brjáluðum einræðisherra, myndir sýna hann illúðlegan á svip, sótsvartan í andliti. Hvergi eru þó neinar heimildir fyrir þessum lýsingum. Gaddafi kom fram í viðtölum sem staðfastur leiðtogi, hann stóð fastur á sínu, talaði tæpitungulaust. Hann átti tíu börn, þar af tvö ættleidd. Myndin sem dregin er upp af landi og þjóð er lituð fátækt og skorti. Þó er auðveldlega hægt að leita uppi myndir sem sýna klárlega hið gagnstæða
Sem gott dæmi um hina einsleitu umfjöllun sem verið hefur, er fréttaskot sem birtist í fréttum BBC þar sem fólk er sagt hafa hópast útá götu í gríðarlegum fagnaðarlátum vegna andláts Gaddafis. Þegar betur er að gáð sést að fáninn sem fólkið veifar í sífellu er fáni Indlands.En hvað gerist svo?
Nú er búið að „leysa vanda“ líbýsku þjóðarinnar. Hvaða lönd er það þá næst sem búa við harðstjórn og harðræði einræðisherra? Nú þegar, eru bandaríkjamenn farnir að gæla við þá hugmynd að ráðast inn í Íran. Hvað á Íran sameiginlegt með Írak, Líbíu og Kúveit? Jú, Íranir eiga olíu og Íranski Seðlabankinn er ekki tengdur alþjóða fjármála-
Fyrir þá sem vilja lesa nánar um málefni Líbýu er bent á:
http://www2.ohchr.org/english/bodies/hrcouncil/docs/16session/A-HRC-16-15.pdf
http://www.ssa.gov/policy/docs/progdesc/ssptw/2010-2011/africa/libya.pdf
http://www.britishcouncil.org/learning-skills-for-employability-libyan-education-system.htm
Guðrún Lilja Magnúsdóttir
Gunnar Jökull Karlsson
Höfundar eru í námi við Háskólann á Bifröst.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home