mánudagur, júlí 17, 2006

just another manic monday.........

.............jamm svo er sagt. Eftir heila helgi í sumarbústað í Borgarfirðinum er ég komin aftur í rauða hornið og sest fyrir framan sjónvarpið. Helgin var jú fín, veðrið að vísu hálfleiðinlegt en það er svo sem ekkert verra að kúra í bústað í rigningu og roki, brúka spil og sætindi og lesa bókmenntir. En nú tekur alvaran við, óhreinn þvottur, skítug regnföt og ryksugan kallar á náin samskipti. Bíllinn minn er fullur af drasli þannig að rauði sófinn verður eitthvað að bíða. En í kvöld er sko lokaþáttur af Greys Anatomy þannig að það er eins gott að allt verði klappað og klárt fyrir þann tíma. Svona er heimur hinnar heimavinnandi húsmóður, sjónvarpsdagskráin nánast ræður tímaskipulagi húsverkanna og börnin fá að borða á milli Neighbours og Bold and the Beauty.........!

Ég hef verið löt að blogga, einkum vegna þess að síðan er eitthvað skrýtin og svo eru tæknimálin á heimilinu ekki alveg að gera sig. Síminn og Adsl mega ekki vera bæði í sambandi í einu þannig í þessum töluðu orðum er ég símasambandslaus. Og verð líklega af mjög ábótasömum viðskiptasamningi fyrir vikið. En það verður bara að hafa það. Það er ekki hlaupið að því að leysa tæknileg vandamál. Símvirkjar liggja ekki á lausu og ef talvan er eitthvað fötluð verður bara að hafa það.

Þegar ég fór að sofa í gær var svo margt sem mig langaði að blogga en nú er það allt týnt og ég man ekkert um hvað það allt snerist og svo eru Neighbours að byrja þannig að þið verðið að bíða betri tíma.

Adios!!!!!!!!!!!!!


Ljón

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já hvaða maður verður nú að gera e-ð fyrir sig líka;)
En hvað segirru voruð þið e-ð að pæla í frönskum dögum á Fásk eða er það allt dottið niður?;)

11:06 e.h.  
Blogger Heiðagella said...

hva??? er alveg hætt að heyrast hljóð úr tunnu???
kys og knus fra gellu baunans

12:34 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home