15.mars 2012
Hún......
..............var lítil með svartar krullur og dökk á brún og brá
..............átti þrjá pela og svaf með þá alla, kallaði þá lallakútana
..............átti það til að flækja vísifingur í krullunum svo mamman
varð einu sinni að klippa lokkinn
..............sofnaði stundum með rassinn uppí loft inní fataskáp
..............var fljót að læra að labba
..............svaf uppí mömmubóli meðan lögreglan leitaði
hennar um allan Selfossbæ
..............elskaði Latabæ
..............lærði snemma að baka skúffuköku
..............fékk verðlaun í stærðfræði
..............vill helst sofa með opinn gluggann
..............elskar ekki Justin Bieber en kann þó lögin hans
..............spilar á gítar og fiðlu
..............má ekki missa af Jóa Fel í sjónvarpinu
..............er jólabarn mömmu sinnar
..............og uppáhald stóru systur
..............elskar að horfa á Friends þegar hún fer að sofa
...............þolir ekki hvað mamma hennar á marga ketti
..............vill helst hafa Fahitas í mat alla daga
..............lætur ekki vaða yfir sig
..............hefur einstaklega góða nærveru
..............er dugleg í skólanum
..............er dugleg heima
..............er dugleg alltaf
..............er ótrúlega vandvirk
..............er svo mikið mikið falleg
..............er 16 ára í dag
..............er Júlían mín
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home