miðvikudagur, ágúst 02, 2006

jahérnahérmaðurminn

Hún Helga mín er í Englandi, stödd þessa stundina í einhverri "kringlu" að versla og það er þvílikt stuð hjá henni en við söknum hennar bara, tárumst yfir Friends því það finnst henni svo gaman að horfa á. En hún er víst þarna til að læra ensku í enskuskóla í þrjár vikur og það finnst okkur hérna heima alveg geðveikt langur tími.

Samúð okkar er hinsvegar hjá heimilisfólkinu á Húsatóftum sem misstu allt sinn viðurværi í bruna svo ég tali nú ekki um allan búfénaðinn sem fórst. Alveg ferlegt hvað bændur geta verið aftarlega á merinni varðandi brunavarnir. Ekki einn reykskynjari var í fjósinu hvað þá meira.

Hrafnkell minn er farinn að rúlla hér um öll gólf systur hans til mikillar skemmtunar. Henni Katrínu finnst þetta nú ansi furðulegur ferðamáti hjá drengnum.

Verð að hætta, skyldan kallar

Ljón

1 Comments:

Blogger Heiðagella said...

tralalalala.
Ertu alveg hætt að blogga gamla......
vona að þú hafir það gott
Heiðagella

8:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home