sunnudagur, júlí 08, 2007

Akkúrat núna er ég ein í heiminum.
Ekki miskilja mig, mér finnst það gott.
Væri alveg til í að vera á tunglinu og geta sent eitt og eitt blogg niður til jarðarinnar.
Hafiði pælt í því að kannski erum við ekki til
Kannski erum við bara hugarburður einhvers vitleysings
Svona eins og persónur í skáldsögu
allavega finnst mér eins og að sumt sem ég segi og sumt sem ég geri sé ekki mín ákvörðun heldur eins og einhver annar ákveði vitleysuna fyrir mig
Vegna þess að sumt sem ég segi myndi ég aldrei ákveða að segja
Kannski erum við bara skáldsaga í fallegri bók upp í hillu
Eða þá að við erum álfar og álfarnir eru menn
Ég meina hver ákvað að við værum menn og álfar álfar??
Ég held að þetta sé allt einhver miskilningur
Þegar ég bar út sunnudagsmoggann í kvöld sá ég afskaplega hugglegan dreng og ég hugsaði með mér, skyldi þessi maður eiga kannski hugglega konu og svo fór ég til hans og gaf honum morgunblað af því hann var einn og kannski hafði hann ekkert að gera í kvöld en svo kom e-h kona og þá var þetta konan hans og ég heyrði að þau fóru að rífast og hún sagði: "er þetta kannski helvítis mellan sem var hringjandi í þig í nótt....."(fyrirgefiði orðbragðið í konunni) Og ég hugsaði með um leið og ég forðaði mér að svona væri miskilningurinn, bara 1 stk mbl. Og þessi hugglegi maður sem fékk morgunblaðið að gjöf en lenti í svaka veseni bara útaf því.
Í útlöndum er fólk að syngja óð til jarðarinnar og hvað gerum við?
Ekki jack shit, af því að við erum sjálfhverfar persónur í skáldsögu. Reyndar er forsetinn sko alveg að standa sig núna finnst mér en ég hef nú alltaf elskað Hann Ólaf í laumi enda svo eitthvað sjarmerandi og á þessum líka fína aldri
Oh ég er svo mikið ein
ég er að verða eins og Gísli á Uppsölum, verð brátt ótalandi á mæltu máli
Mig vantar kaffihúsavinkonur, býður einhver sig fram????
Ég átti að vinna í dag en það gleymdist að skrifa mig á vaktina svo þegar ég mætti vorum við einni of mikið svo ég fór bara heim af gömlum vana.
En allavega ég er semsagt heima, langar að vera allsber upp í sófa að horfa á Apocalyps now með sexy yfirvaldinu.
En það er ekki í boði, horfi bara á tónleika í staðinn, tónleikana sem Lennon hefði eflaust dreymt um að spila á.
Skyldi ég vera aðalhetjan eða aukapersóna í þessari furðulegu skáldsögu?
og hvað skyldi vera pointið í þessari sögu?
Jæja, ég ætlaði að læra, greina nokkur nútímaljóð en þau verða að bíða betri tíma, sennilega best að fara að lúlla, enda á ljóði sem ég þarf að stúdera og greina í frumeindir


Bati

Að koma
hægt
inn í birtuna

Eins og að
leggja frá
sér vasaljós
á döggvotu
túni um nótt
að haustlagi

Og stíga
hikandi
inn í geislann
(Gyrðir Elíasson)

Ég kveð að sinni

sunnudagur, júlí 01, 2007

aaaaaaaargggggggggg!!!!!!!!!!!!!!!!

Búin að skrifa heila ritgerð um Bjart í Sumarhúsum,
fattaði þá að ég átti að skrifa um eitthvað ákveðið þema!!!
Allt ónýtt og heilt kvöld farið til spillis, kvöld sem ég hefði getað notað til að strjúka yfirvaldinu!
Ég þoli þetta ekki.
Þarf að byrja uppá nýtt,
Bjartur er samt flottastur!
Heiða ég er að koma til þín
ok bæ
´
Ljón í tígrisdýranáttbuxum