fimmtudagur, febrúar 28, 2008

jæja góðir hálsar ......

.... og þið hin með streptókokka!


Ég skora hér með á yfirvaldið að fara að láta að sér kveða hér í bloggheimum, nóg er komið af leti og ég vil fá að fara að lesa krassandi lögreglusögur með erótísku ívafi.

Þeir sem taka undir þessa áskorun eru hér með beðnir um að commenta á þessa yfirlýsingu mína til þess að veita manninum innblástur og eins til að fá að vita hverjir yfirhöfuð lesa þetta blogg mitt. Kannski er ég nefnilega bara ein í heiminum sem er í sjálfu sér bara allt í lagi því þá get ég skrifað það sem mér sýnist!

S.s
Björn! Farðu að blogga, með hönd til kveðju upp!
Þið hin þarna úti..... comment TAKK!

mánudagur, febrúar 25, 2008

Update..........

Helgin liðin, aftur mánudagur, hrikalega sem ég hata mánudaga!

Eyddi seinnipartinum af gærdeginum í foreldrahúsum, átt pönnukökur hjá mömmu og ræddi heimsmálin.

Yfirvaldið kom mér á óvart á konudaginn, vil ekki segja með hverju, sumt geymir maður í hjarta sínu. Verð þó að þakka minni ástkæru tengdamóður fyrir ákveðna hugulsemi sem verður heldur ekki tíunduð hér. (tek það samt fram að það hefur ekkert með barnapössun að gera)

Laugardagurinn var kreisí, allt á fullu í búðinni og morgunmatur borðaður kl. hálf þrjú, sem kallaði á meltingartruflanir fram eftir kvöldi.

Eurovision..... fúl yfir að Dr. Spock skyldi ekki taka þetta.....

Á föstudagskvöldið var margt um manninn í stofunni okkar, vestmannaeyjapeyjar, núverandi og fyrrverandi, létu ljós sitt skína ásamt selfyssingum. Helgi keypti af mér Helgu Maríu fyrir 5 kindur og eina geit og er ég að undirbúa hana undir flutningana. Húsbandið spilaði undir dansi, yfirvaldið fór hamförum á trommunum og gítarleikararnir tveir máttu hafa sig alla við að fylgja honum eftir í bítinu. Stjarna kvöldsins var þó Helgi sem fór á kostum eins og honum einum er lagið. Ég held ég hafi aldrei hlegið eins mikið. Shitt hvað ég á skemmtilega vini. Já og fallegan mann, best að gleyma því ekki ha..

Er enn að jafna mig á afsögn Fidels, hárreytti mig af bræði yfir blaðagreins Hannesar Hólmsteins í Fréttablaðinu. Og var aðeins pirruð á andrúmslofti þáttarins hennar Evu Maríu í sjónvarpinu í gær. Það er leiðinlegt þegar spyrjendur eru að reyna að troða upp á viðmælendur sína einhvern fyrirfram ákveðinn sannleika..
...."var þá bara alveg hægt að lifa góðu lífi á Kúbu??"
...." já já það var alveg hægt."
...."Er eitthvað sem þú hefðir viljað hafa öðruvísi á Kúbu eftir að hafa búið þar öll þessi ár?"
...."Ja Castro hefði alveg mátt draga sig í hlé fyrir nokkrum árum, búinn að vera sjúklingur svo lengi og allt staðið í stað á meðan"
...."Þú ert þá alveg himinlifandi að hann skuli hafa sagt af sér'"
...."Nei, ég myndi nú kannski ekki alveg orða það þannig.........."

Enn, ekkert varir að eilífu, hvorki Castro né Hannes H

Það greip mig í morgun yfirþyrmandi löngun til að selja húsið mitt og svífa eitthvað útí geim........

Það er nefnilega ást í tunglinu

þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Nú er mér allri lokið....

... Jamm, Castro er hættur, búinn að segja af sér, opinberlega a.m.k. Og þá byrjar söngurinn um að nú fái eyjaskeggjar að njóta þeirra mannréttinda sem sjálfsögð séu, t.d. að kjósa og soleiðis.
Fáeinar staðreyndir, ekki mín persónulega skoðun heldur STAÐREYNDIR!
Fólkið á Kúbu hefur ekki fengið að kjósa en....
... læknisþjónusta er ókeypis öllum
....tannlæknaþjónusta er líka ókeypis öllum
....ef þú átt ekki pening fyrir nauðsynjum eins og mat og fötum, færðu uppáskrift hjá ríkinu og færð mat og föt og þú þarft EKKI að sýna skattaskýrslu þrjú ár aftur í tímann og eitthvað skriffinnsku kjaftæði
....það búa allir í húsum og heimilislausir einstaklingar finnast ekki á Kúbu
....það er skólaskylda þannig að ólæsi þekkist ekki nema hjá eldra fólki sem var á skólaaldri ÁÐUR en Castro komst til valda, sem sagt á meðan Kaninn réði lögum og lofum á eyjunni, byggði lúxusvillur undir ríka ameríkana og setti eyjaskeggja út á guð og gaddinn. þegar Castro kallinn komst til valda þjóðnýtti hann þessar villur undir leikskóla, sjúkrahús, elliheimili og sá til þess að almenningur gæti á einhvern hátt notið þeirra.
Nú eru einhverjir sem segja að Castro hafi hamstrað fjármagn og sé orðinn miljarðamæringur á að skammta sér fé úr opinberum sjóðum. Hvað með forstjórana hérna heima? Hverjir borga öll launin og hverjir ákveða þau? Við, almenningur, erum látin borga en höfum ekkert um það að segja hversu mikið þessir menn hafa í laun, bankastjórar Kaupþings og Glitni o.s.frv. Samt höfum við jú kosningarétt, gleymum því ekki ha!
Það er sagt að kúbverskur almenningur komist ekki úr landi en það er ekki allskostar rétt, þeir mega svosem alveg fara en landið sem liggur þeim næst, ameríka, tekur ekki við kúbverjum og ameríkönum er bannað heima fyrir að heimsækja þessa eyju því þá lenda þeir í veseni þegar heim er komið. Þegar ég var á Kúbu hitti ég fullt af ameríkönum sem komust á eyjuna eftir krókaleiðum, sem sé í gegnum Kanada og hvergi mátti vera kúbanskur stimpill í vegabréfunum þeirra "svo það yrði nú ekki farið að spyrja óþægilegra spurninga þegar heim væri komið".

Við á Íslandi fáum að kjósa. Og ég ætla ekki að gera lítið úr þeim mannréttindum. En erum við ekki komin soldið langt frá upprunanum og ástæðum þess að fólk á að fá að kjósa sér leiðtoga? Er það eðlilegt að fólk sem kosið er til valda af almenningi geti svo hagað sér eins og því sýnist? Og sagt það sem því sýnist? Og hvað sem það kostar? Og við eigum að kenna sjálfum okkur um, því að við KUSUM þetta fólk. Þarf ég að taka dæmi? Jú Reykjavík.is, borgarbúar þurfa að punga út um hver mánaðarmót þrennum borgarstjóralaunum og vitleysan ætlar aldrei að taka enda. Þetta urðum við líka að gera hér í Árborg. Þetta er semsagt lýðræðið. Landið er að lenda í eigu fárra einstaklinga sem senda auðinn erlendis. Castro sá þó allavega til þess að fyrirtæki og stofnanir væru ríkiseign og ekki framseljanleg. Í hverju fólst kosturinn við að einkavæða bankanna hér á Íslandi? Man það einhver? Hafa þjónustugjöldin lækkað? Yeah right!!
Hættum að krítisera Castro og hans stefnu. Ég fór til Kúbu fyrir 10 árum síðan, ógleymanleg ferð. Ég kúplaði mig út úr túristaumhverfinu og keyrði upp í sveit og talaði við fólk, gamalt og ungt. Og vitið hvað? Það fólk var sátt. Sátt við aðstöðu sína og stjórnskipulag og ekki reyna að koma með þau rök að fólkið sé hrætt við að tjá sig. Fólkið var einfaldlega bara mjög ósköp sátt við sitt. Þekkir einhver einhvern sem er sáttur við þá stjórn (eða óstjórn) sem við búum við hér á Íslandi??


Ég vona svo innilega að Kúba fái að vera í friði. Um leið og hinn vestræni heimur ætlar sér að fara að skipta sér af þá er voðinn vís. Sjáiði bara hvernig fór fyrir Austur-Þýskalandi þegar múrinn féll og einnig fyrir fyrrum Sovétríkjunum þegar þau liðuðust í sundur.

Ætli það sé ekki bara við hæfi að enda þetta á ....................................


ÍSLAND ÚR NATÓ!

mánudagur, febrúar 18, 2008

Mrs. Lilja McCartney!!

Hvílík mistök að hafa ekki á sínum tíma sagt já við bónorði Palla gamla bítils. 350 millur á ári, frían einkaþjálfara og einhverjir miljarðar og sona, það hefði nú verið fínt. Núna skrimtir maður á lögreglulaunum og þarf sjálf að vera minn eigin einkaþjálfari! Svona er maður nú vitlaus.

Ökumaðurinn, sem grunaður er um að hafa keyrt á litla drenginn í Keflavík, er stunginn af. Farið hefur fé betra segi ég nú bara. Fólk á ekki orð í hneykslun sinni á yfirvaldið fyrir að hafa ekki haldið kallinum hér heima en málið er bara, við viljum ekki hafa svona mann á Íslandi, sem keyrir á barn og þrætir fyrir með hroka og hortugheitum. Að dæma útlending í íslenskt fangelsi er eins og að afhenda íslending lykil og aðgang að Hótel Sögu. Og maður sem þrætir vísvitandi fyrir að hafa keyrt á lítið barn sem deyr svo, á ekki skilið að fá að sitja á Litla-Hrauni á dagpeningum, senda þessa dagpeninga úr landi til að halda uppi einhverju liði þar og éta svo lambalæri með Béarnaises og rauðkáli á sunnudögum. Nei takk, út með sona fólk og EF, og ég meina EF, þessi maður var valdur að þessu slysi og það sannast með óyggjandi hætti, þá á að ganga þannig frá málum að hann eigi aldrei afturkvæmt hingað til Íslands. En að ætla sér að fá hann þá framseldan til Íslands, til hvers? Á ég að fara að borga með mínum skattpeningum uppihald fyrir sona vesaling í fangelsi sem honum finnst vera hótel frekar en refsivist ?? Glætan spætan!!

Hvað er svo meira að frétta??

Bugl fær tvær millur frá samgönguráðuneytinu og til hvers? Jú til að kaupa íbúð fyrir foreldra langt að komna til að dvelja í, á meðan barnið er í innlögn á Bugl. Jahá, íbúð fyrir 2 millur, hvað segir Skúlinn, er hægt að redda því? Aldeilis að íbúðarverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hrapað undanfarið.

Eníveis
Enn og aftur eru allir með ælupest.... nema ég.... og Hrafnkell. Já og Katrín. Sem þýðir að helmingurinn af familinni er ekkert veikur, sem þýðir aftur að það eru ekki ALLIR með ælupest. Bara veiku hlekkirnir í familiunni:) Yfirvaldið liggur marflatt. Spurning hvort ég ætti að setja Leoncie á phoninn og spila fyrir hann Sexy Crazy Cop...




:)

mánudagur, febrúar 11, 2008

Jamm og jæja......

..... helgin að baki, enn einu sinni. Von er á Heiðunni til landsins alla leið frá landi Danans og vona ég svo sannarlega að hún taki hús á mér. Er búin að stúdera matseðil pylsuvagnsins af því tilefni sem og að finna til helstu tónlistina, sem er náttla Grýlurnar og Prins.
Það er komið mjög skemmtilegt bókmenntalegt tímabil hjá mér núna en þeir sem eitthvað þekkja til vita að mér finnst mjög gaman að lesa. Tímabil Rauðu Seríunnar er liðið í bili, það tímabil kemur reyndar alltaf aftur og aftur og varir í misjafnlega langan tima.
Ég er skráð í ansi góðan bókaklúbb, Neon klúbburinn heitir hann og Bókaútgáfan Bjartur hefur veg og vanda af honum. Og ég þóttist hafa dottið í lukkupottinn um daginn þegar bók mánaðarins datt inn um lúguna hjá mér. Snákar og eyrnalokkar heitir hún og er eftir japanska höfundinn Hitomi Kanehar. Hún var aðeins 19 ára þegar hún skrifaði þessa bók. Ég hafði aldrei lesið neitt eftir japanska höfunda en alltaf langað til og eins og ég geri alltaf áður en ég byrja lesninguna sneri ég bókinni við og las kynninguna. Og eftirvæntingin jókst, bókin hafði fengið ein virtustu bókmenntaverðlaun japans og eins og segir aftan á kápunni "Snákar og eyrnalokkar gefur heillandi en um leið ógnvekjandi innsýn í líf ungs fólks í Tokyo."
Þvílíkt og annað eins. Bókina las ég á einu kvöldi og ætla ALDREI til Japans! Það sem bókin fjallaði um var:
Drykkfellt par
sem dópar og stundar "óhefðbundið kynlíf"
Menn eru drepnir og tennur dregnar úr líkunum með handafli einu saman
Kynlíf sadista með masókista. Ansi hreint HEILLANDI lýsingar af því.
Parið lætur kljúfa í sér tunguna
Maður sem lætur í ljós löngun sina til að drepa og fær kynferðislega fullnægju við tilhugsunina
Svona mætti þónokkuð lengi upp telja.
"Snákar og eyrnalokkar gefur heillandi en um leið ógnvekjandi innsýn í líf ungs fólks í Tokyo."
Ef þetta er það sem ungt fólk í Japan er að glíma við þá segi ég eins og afi gamli i Vatnsholti sagði "heimur versnandi fer".
Mæli með að þið lesið Tryggðapantinn eftir Auði Jónsdóttur, Hugarfjötur eftir Paulo Chelho og Alkemistann eftir sama höfund.