sunnudagur, maí 27, 2007



Ég átti stefnumót við Jack Sparrow í gær og það verður að segjast að hann kann að láta blóðið streyma örar. Ég fylgdist grannt með töktunum hans og tilþrifum og komst að þeirri niðurstöðu eftir miklar pælingar að við selfyssingar eigum okkar eigin Sparrow. Jamm, satt er það þótt ótrúlegt sé. Það er maður hér í bæ sem svipar ótrúlega til kallsins og hann hefur þar af leiðandi svipuð áhrif á kvenkynið. Sjarmör dauðans! En því miður fyrir okkur allar þá er hann bara ekki á lausu.

Þannig fór um sjóferð þá

Ljón í fullum fíling

miðvikudagur, maí 23, 2007

Bráðum kemur betri tíð með blóm í Heimahaga....

.... sæta langa sumardaga!
Jæja þá, er búin að gera allt í dag sem hægt er að hugsa sér.
Heimahagi 4 er málið
Viðlagasjóðshús með öllu
Komið tilbúið kauptilboð
Flytjum 1. ágúst
Bjössi ætlar að meika það á föstudaginn
Er annars bara í nokkuð góðum gír
Er að fara að pakka niður
enn og aftur
líst hins vegar ekkert á Baugsstjórnina
Ætla í bíó um helgina
skilst á Hermundi að ég sé orðin gömul með blöðrusig og tilheyrandi gleymsku
Hermundur er ekki vinur minn í dag..... og þó jú kannski
Ætla að halda sjómannadagsball
Var komin í viðeigandi kjól og ætlaði til sýsló að sækja um skemmtanaleyfi
Þurfti þess ekki þökk sé Björgunarsveitinni á Eyrarbakka
Finn ekki ritsafn Guðrúnar Lárusdóttur sem ég tók á bókasafninu
Þið látið mig vita ef þið sjáið það á förnum vegi

þangað til næst

Ljón bráðum heima hjá sér í haga...

föstudagur, maí 18, 2007

Hvert ertu farinn, gamli rauði Þjóðvilji,,,,frh....

Sótti um vinnu á Litla-Hrauni, veit ekki enn hvernig það fer, er ekki voða bjartsýn og kannski á ég bara að finna eitthvað annað. Sjómennskan hefur alltaf heillað og sona. En ég þarf laun því ég þarf hús því okkur verður hent útúr köngulóarmartröðinni í sumar. Þess vegna þarf ég vinnu og það strax!
Á ég að fara að tala um kosningaskrípaleikinn? Á ég að koma inn á það að íhaldið bætti við sig í mínu kjördæmi með snobbhund sem ekki stígur í vitið í fyrsta sæti, dæmdan kriminal í öðru sæti og latasta þingmann alþingis í því þriðja, mann sem nánast aldrei fór í pontu á síðasta kjörtímabili og kom engum málum í gegnum þingið? Og þetta kaus fólk! Íhaldsdrauginn sem nógu lengi hefur setið að kjötkötlunum og kjamsar enn. Æ ég veit ekki.
Fór á tónleika í dag með foreldrum mínum sem ég er farin að hallast að, að séu þeir bestu í heimi. mjög gaman hreint.

Best að fara að sofa,
Morgunblaðið bíður landsmönnum góðan dag

Ljón sem ber út málgagnið og skammast sín soldið fyrir

fimmtudagur, maí 17, 2007

Hvert ertu farinn, gamli rauði Þjóðvilji....

Úff talandi um að springa. Hef ekki verið í bloggstuði, bara margt annað og skemmtilegra að gera. Yfirlit helstu tíðinda.
Er að bera út Moggann á morgnana, telst til tíðinda þar sem ég er víst annálaður svefndraugur á morgnana. Margur heldur mig sig. Helga sem sagt sótti um þetta og fékk, ég ber út Moggann, Blaðið, Viðskiptablaðið og DV. Hún er nefnilega með einkirningssótt og hefur þrek á við hænuunga. Ég er á hálfum mánuði orðin sérfræðingur í bréfalúgum og innkeyrslum og sumt er gaman að sjá í nágrannans garði. Þessi spekúlasjón hefði verið okkur Heiðu aðhláturs efni vikum saman hér áður fyrr.
Féll í öllum prófum, ja nema einu. Er greinilega ekki superwoman sem getur átt frama í námi og vinnu meðfram heimilinu. Ég gafst bara upp og gaf skít í námið og kyssti sjúklingana og manninn minn, hann hinsvegar náði með stæl enda vel giftur hahaha! Og er ekki af baki dottinn enn.