föstudagur, október 31, 2008

Og hvað skyldi ég nú hafa að segja ykkur í dag??

Slasaði mig á únlið og er dofin fram í fingurgóma
Það grær áður en ég gifti mig...........

Átti stefnumót við tvo fífldirfska karlmenn í morgun og var þangað til ein taugahrúga af kvíða og stressi yfir þessum fundi.

Fundurinn tók ekki lengri tíma en það að ég vissi ekki fyrr en ég var komin aftur undir stýri í bíl sjúkraflutningamannsins og þar sem bíllinn er leðurklæddur að innan hef ég örugglega grætt blöðrubólgu á þessum bílaskiptum!

Nei djók

Fundurinn ógurlegi tók bara 3 mínútur og allt stressið og allur kvíðinn sem ég upplifði í morgun...... ég legg ekki meira á ykkur.

Annars er ég eitthvað svo undarlega tóm

Langar helst til að skríða undir sæng og breiða yfir haus

Og vera þar í svona 5 ár eða svo

Lenti í smá upprifjun í gærkvöldi sem hafði meiri áhrif en ég hélt

Ég sem er svo skipulög er með daginn í algjörri óreiðu og hendi ekki reiður á eitt né neitt.

Skrýtið

Það er eins og erfið reynsla sitji um mann endalaust

Eins og maður þurfi að afgreiða hana á einhvern sérstakan hátt svo hún trufli ekki.

Það er víst ekki nóg að liðið sé bara liðið, grafið og gleymt.


Æ þetta er náttla bara komið út í bull.....................


Bros:)

allavega á útidyrahurðinni

(mig vantar sárlega yfirvaldið og Alice in chains, fundarlaun í boði fyrir rétta finnandann)

fimmtudagur, október 30, 2008

Lífið er saltfiskur.....

...................!

Ég er með málningu í hárinu....
......... í boði sjúkraflutningamannsins
....stelst til að skrifa í vinnunni.

Ég ætla ekki að hugsa um “ástandið”
Fólk er búið að fá nóg af svartsýnisrausi og ofurvöxtum
Minni samt á að það dýrmætasta í lífinu er ekki tengt peningum á nokkurn hátt og verður ekki frá okkur tekið nema að við sjáum til þess sjálf með óheilbrigðu líferni og sjálfselsku!,
Hananú!

Ég ætla með yfirvaldinu í sumarbústað
Þar verður verður slökkt á símum
Slökkt á sjónvarpi
Slökkt í útvarpi
Slökkt á áhyggjum og stressi
Ekkert internet
Neistinn verður tendraður
Líka þessi sem ekki er hægt að kveikja á með eldspýtum
Og verður ekki svo auðveldlega slökktur!


Í heila tvo daga

Allir draugar verða skildir eftir heima
Börnin í umsjón Helgu Maríu með góðra vina hjálp!

Adios

miðvikudagur, október 29, 2008

í dag skein sól

Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta
Ég veit ekki hvort ég á gera eitthvað eða láta sem mér komi þetta ekki við
Ég veit ekki hvað þetta “eitthvað” er, sem ég ætti að gera
Í raun veit ég ekki hvað þetta þýðir allt saman.

En kannski skiptir það ekki máli þegar á botninn er hvolft.
Ég er hér og geri það besta sem í stöðunni er fyrir mig, í dag.
Atvinnuleysið er ekki það versta
Ég hef prófað það
Ég hef verið ólétt, atvinnulaus með atvinnulausan eiginmann í kjallarholu á Grettisgötunni.
Búin að prófa það
Hugarfarið er verst
Og það er hugarfarið sem stuðar börnin mest
Þess vegna passa ég upp á hugarfarið mitt
Ég verð atvinnulaus í vor
Bjössi verður atvinnulaus í desember
Kannski missum við húsið okkar
Og hvað?
Ég er enn ég
Hann er enn hann, alltaf flottur:)
Við getum ennþá hlegið
Og dansað
Einhvers staðar verðum við

og eigum vini sem gleðja
Og staðreyndin er sú að þegar á brattann er að sækja þá er betra að klifra brosandi en grátandi
Hvað ætla ég að gera ef allt fer á versta veg?
Gera eins og alkarnir
Taka einn dag í einu
Hafa hlutina einfalda
Og tilbiðja Guð.
Ég missi peninga, það veit ég
Hvað hefði ég annars gert við þessa peninga?
Keypt mér gleði og hamingju sem ég á þó nóg af.
Og þá kem ég aftur að því
Á ég að hlæja eða gráta?

Í morgunblaðinu í gær var grein eftir Einar Má, ég fann hana á netinu og mæli með að ALLIR lesi þetta og helst upphátt! Betri og skemmtilegri grein hef ég hreinlega ekki lesið:)


Set link á þetta og vona að höfundur blogsins fyrirgefi mér sem og Einar sjálfur:)
http://omarr.blog.is/blog/omar/entry/690372/

mánudagur, október 20, 2008

pistill dagsins í dag er á http://helgamaria.blog.is

föstudagur, október 10, 2008

allt á floti allstaðar.....

..... ...... og allt á hausnum.
Ég er búin að kaupa nánast allar jólagjafir og eins og svo oft áður var sú fyrsta sem ég keypti handa honum Elmari Jóel, ég held að hann hafi verið fyrstur í röðinni í jólagjafakaupunum síðustu þrjú ár. Skrýtið!
Og um síðustu helgi fór yfirvaldið í Búðina og keypti allt það matarkyns sem hægt er að kaupa fyrir jólin, kjötið komið í kistuna og nammið uppí skáp, öl og bakstursvörur, allt komið á sinn stað í hillurnar heima og ég veit ekki hvað.
Ég held að nú þurfi þjóðin að fara að forgangsraða útgjöldunum og við familian erum engin undantekning á því, sjónvarpsáskriftir verða fyrstar til að fjúka, seglin verða dregin saman hagsýnin látin ráða.
Og eiginlega líður mér bara vel með þá ákvörðun, það er búið að vera svo mikið stjórnleysi og agaleysi í fjármálum íslendinga og það er alltaf sama sagan, það þarf eitthvað stórkostlegt að gerast til þess að málin séu tekin föstum tökum. Til að mynda vegaframkvæmdir, það þarf yfirleitt nokkur dauðaslys til þess að tiltekinn vegur sé tekinn til endurskoðunnar. Og þetta er eins í fjármálunum, verst er að almenningur sýpur seiðið af vitleysunni en miljarðamæringarnir eru búnir að koma auðæfunum sínum, sem þeir “stálu” úr þjóðarbúinu, í öruggt skjól.
En ég á engar milljónir.... og þó. Við Bjössi eigum viðbótarlífeyrissparnað og hann er tryggur, verðtryggður með lágmarksáhættu ef þá nokkurri. Það er eldra fólkið sem tapar, fólk sem er búið að nurla saman með mikilli vinnu einhverjum sjóð sem einhver hvítflibbinn ráðstafaði í hina og þessa hlutabréfasjóði. Og svo unga fólkið sem er að byrja að búa og tók húsnæðislán í erlendri mynt vegna þess að það var svo ægilega hagstætt..... þá.

En það er svosem enginn kreppuhugur í mér, mér áskotnaðist hálfs árs kort í ræktina sem ég ætla að nýta mér til fulls, verð orðin hrikalega flott næsta sumar. Er búin að fara í fyrsta tímann og líst vel á þetta.
Heiðar minn tók mataræðið í gegn hjá mér þannig að það sé samræmi í hreyfingu og mataræði, ég fékk hálfgert sjokk þegar ég sá hvað ég hef verið að borða vitlaust.
Síðan er ég farin að læra á píanó og fiðlu þannig að það er nóg að gera!

Heiða, ef þú lest þetta, viltu senda mér ný símanúmer á mail !
Really need to talk to you honeybeib!
Að lokum, það skín sól eftir þennan dag og það sem ekki bugar mann gerir mann sterkari, hugsum hvert um annað og hugum að börnunum, það er þau sem verst fara útúr allri þessarri umfjöllun, þau skilja ekki fréttirnar og fá allskyns ranghugmyndir. Í gær t.d. kom ein í 3. bekk til mín og sagði að á Íslandi yrði enginn matur til á næstu jólum!
Over and out Roger